Hagn­að­ur Öss­ur­ar nær tvö­fald­ast

Fréttablaðið - Markadurinn - - Forsíða -

Hagn­að­ur Öss­ur­ar á fyrsta fjórð­ungi þessa árs er 95,5 pró­sent­um yf­ir hagn­aði sama tíma­bils í fyrra, tæp­lega 11,3 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala mið­að við tæp­lega 5,8 millj­ón­ir dala í fyrra. Í krón­um tal­ið nem­ur hagn­að­ur fé­lags­ins það sem af er ári rúm­um 1.265 millj­ón­um.

Velta með bréf fé­lags­ins nam 13,8 millj­ón­um króna í Kaup­höll Ís­lands í gær og hækk­aði verð þeirra um 4,3 pró­sent, end­aði í 266 krón­um á hlut.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu Öss­ur­ar til Kaup­hall­ar að hagn­að­ur­inn það sem af er ári nemi níu pró­sent­um af sölu fé­lags­ins, bor­ið sam­an við sex pró­sent af sölu á fyrsta árs­fjórð­ungi 2013. Sala Öss­ur­ar nú nam 121 millj­ón Banda­ríkja­dala, sam­an­bor­ið við 97 millj­ón­ir á sama tíma 2013 og jókst um rúm 24 pró­sent. Þar af er innri vöxt­ur sagð­ur hafa ver­ið sex pró­sent.

Í upp­gjör­inu kem­ur fram að nokkru mun­ar á kostn­aði milli fyrsta fjórð­ungs 2013 og 2014, en hann fór úr 2,2 millj­ón­um dala í 520 þús­und dali. Mun­ar þar mest um geng­is­mun, en í fyrra hall­aði á fé­lag­ið svo nam rúm­lega 1,1 millj­ón dala, en á fyrsta fjórð­ungi þessa árs skil­ar mun­ur­inn hagn­aði upp á 330 þús­und dali.

Haft er eft­ir Jóni Sig­urðs­syni, for­stjóra Öss­ur­ar, að nið­ur­stöð­ur fjórð­ungs­ins hafi ver­ið í takt við vænt­ing­ar. „Við sjá­um enn einn árs­fjórð­ung­inn þar sem arð­sem­in er mjög góð og rekstr­ar­hagn­að­ur tvö­fald­ast á milli ára. Að­halds­að­gerð­ir sem við fór­um í á síð­asta ári og end­ur­hönn­un á ferl­um hafa já­kvæð áhrif, en einnig er ánægju­legt að sjá að mark­aðs- skil­yrði á stoð­tækja­mark­aðn­um í Banda­ríkj­un­um eru að þró­ast í rétta átt.“Jón bend­ir líka á að í apríl­byrj­un hafi lána­samn­ingi fé­lags­ins ver­ið breytt og hann fram­lengd­ur um þrjú ár, eða fram til árs­ins 2019. Lána­kjör­in seg­ir hann end­ur­spegla sterka fjár­hags­lega stöðu Öss­ur­ar og góð­ar fram­tíð­ar­horf­ur.

Í til­kynn­ingu stoð­tækja- og gervilima­fram­leið­and­ans Öss­ur­ar til Kaup­hall­ar kem­ur fram að lána­kjör fé­lags­ins hafi batn­að.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.