VÍS tap­ar 14 millj­ón­um króna

Fréttablaðið - Markadurinn - - Forsíða -

Trygg­inga­fé­lag­ið VÍS tap­aði fjór­tán millj­ón­um króna á fyrsta árs­fjórð­ungi árs­ins sam­an­bor­ið við 711 millj­óna króna hagn­að á sama tíma­bili 2013.

Í til­kynn­ingu fé­lags­ins um árs­hluta­upp­gjör­ið seg­ir að ávöxt­un á skulda­bréfa- og hluta­bréfa­mark­aði hafi al­mennt ver­ið frem­ur lít­il eða nei­kvæð og tjóna­þungi meiri en á sama tíma í fyrra. Ið­gjöld tíma­bils- ins námu 3.861 millj­ón­um króna en voru 4.024 millj­ón­ir á fyrsta árs­fjórð­ungi 2013. Heildareignir VÍS nema nú 50,18 millj­örð­um ís­lenskra króna og eig­ið fé er já­kvætt um 14,7 millj­arða.

Fé­lag­ið greiddi rúma 1,8 millj­arða króna í arð til hlut­hafa þann 10. apríl síð­ast­lið­inn.

„Áfram er unn­ið að því í sam­ræmi við stefnu fé­lags­ins að ein­falda starf­semi þess með það að leið­ar­ljósi að bæta þjón­ustu við við­skipta­vini og auka ánægju þeirra, auka skil­virkni í starf­sem­inni og lækka þannig rekstr­ar­kostn­að,“seg­ir Sigrún Ragna Ólafs­dótt­ir, for­stjóri VÍS, í til­kynn­ingu um upp­gjör­ið.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.