Skulda­þak sett á rík­ið

Fréttablaðið - Markadurinn - - Forsíða -

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, kynnti í gær nýtt frum­varp til laga um op­in­ber fjármál. Bjarni sagði frum­varp­ið boða meiri stöð­ug­leika og betri lífs­kjör. Í frum­varp­inu eru sett sér­stök af­komu- og skulda­við­mið, eða fjár­mála­regl­ur, sem tryggja eiga sjálf­bærni op­in­berra fjár­mála til lengri tíma. Í frum­varp­inu er byggt á lang­tíma­stefnu­mörk­un op­in­berra fjár­mála og aukn­um aga við fram­kvæmd þeirra. Þá sé fjár­laga­ferl­ið styrkt og yf­ir­sýn tryggð með breytt­um und­ir­bún­ingi og fram­setn­ingu fjár­laga. Eft­ir­lit með fram­kvæmd þeirra verði styrkt til að draga úr frá­vik­um og reikn­ings­skil­um rík­is­ins og upp­lýs­inga­gjöf um op­in­ber fjármál verði breytt til að tryggja gagn­sæi. Markmið lög­gjaf­ar­inn­ar er að nýta bet­ur al­manna­fé og stuðla með styrkri efna­hags­stjórn að stöð­ug­leika og sí­fellt betri lífs­kjör­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.