Þarf að svara fyr­ir Insta­gram

Fréttablaðið - Markadurinn - - Forsíða -

Dóm­ari í Ír­an hef­ur gert Mark Zucker­berg, stofn­anda og að­aleig­anda Face­book, að mæta fyr­ir dóm í suð­ur­hluta lands­ins.

Þar er Zucker­berg ætl­að að svara ásök­un­um þess efn­is að for­rit fyr­ir­tæk­is­ins, Insta­gram og What­sapp, brjóti gegn frið­helgi einka­lífs­ins, sam­kvæmt frétt AP um mál­ið.

Tal­ið er ólík­legt að hann láti sjá sig í ír­anska dómssaln­um enda er eng­inn framsals­samn­ing­ur milli ríkj­anna tveggja. Vef­ur Face­book er nú þeg­ar bann­að­ur í land­inu ásamt öðr­um sam­skiptamiðl­um eins og Twitter og YouTu­be.

Þrátt fyr­ir það eru stjórn­mála­leið­tog­ar í land­inu, eins og Mohammad Jvad Zarif ut­an­rík­is­ráð­herra, virk­ir á Twitter. Ír­önsk ung­menni eiga þó ekki í ýkja mikl­um vand­ræð­um með að kom­ast fram hjá tæknitak­mörk­un­um stjórn­valda. „Við er­um bú­in að hugsa þetta verk­efni í nokk­uð lang­an tíma. Hér er fjöl­breytt flóra af ein­yrkj­um sem lang­ar að vera und­ir sama þaki og fá fé­lags­skap hver af öðr­um,“seg­ir Ólaf­ur Áki Ragn­ars­son, sem held­ur ut­an um stofn­un frum­kvöðla­set­urs á Djúpa­vogi.

„ Þeg­ar við göng­um í gegn­um ákveðn­ar hremm­ing­ar þá dríf­ur mað­ur oft í því að láta hug­mynd­ir verða að veru­leika. Við hjá Aust­ur­brú höf­um ver­ið að vinna að þessu og fylgt eft­ir með ákveðn­um að­gerð­um sem eru að verða að veru­leika, núna á næstu miss­er­um von­andi.“

Aust­ur­brú ses., Afl starfs­greina­fé­lag og Djúpa­vogs­hrepp­ur und­ir­rit­uðu í gær vilja­yf­ir­lýs­ingu um stofn­un frum­kvöðla­set­urs á Djúpa­vogi. Til­gang­ur þess er að styðja frum­kvöðla við að hrinda hug­mynd­um sín­um í fram­kvæmd og skapa þannig ný at­vinnu­tæki­færi á Djúpa­vogi og víð­ar í lands­hlut­an­um.

Í til­kynn­ingu frá Aust­ur­brú seg­ir að þjón­usta við frum­kvöðla og að­stoð við stofn­un og rekst­ur fyr­ir­tækja sé hluti af grunn­þjón­ustu stofn­un­ar­inn­ar. Stefnt verði að því að ráða sér­stak­an verk­efna­stjóra til starfa í haust, fá­ist til þess fjár­magn. Til­gang­ur set­urs­ins verð­ur að ýta und­ir sprot­a­starf­semi og skapa ný at­vinnu­tæki­færi á Djúpa­vogi og víð­ar. Sér­stök verk­efn­is­stjórn mun setja regl­ur um að­gang að setr­inu og verð­ur greitt fast mán­að­ar­gjald fyr­ir hverja vinnu­stöð.

„Hér er skemmti­leg flóra af fólki. Þetta eru inn­an­húss­arki­tekt­ar, graf­ísk­ir hönn­uð­ir, fata­hönn­uð­ir og fleiri,“seg­ir Ólaf­ur.

„Mér er sagt að hvar sem svona set­ur verða til komi fólk úr ýms­um átt­um sem sé með hug­mynd­ir og fái tæki­færi til að koma þeim á fram­færi og vinna að þeim í svona hug­mynda­sam­fé­lagi, eins og mað­ur seg­ir. Fólk­ið hef­ur jafn­vel unn­ið að verk­efn­um inni á heim­il­um sín­um en það er gott að kom­ast í svona samfélag þar sem fjöl- breytt flóra af fólki er að vinna,“seg­ir Ólaf­ur.

„ Það er mik­ill kraftur í fólki, þrátt fyr­ir mik­inn mót­byr und­an­farna mán­uði. Við lít­um á þetta sem ákveð­ið tæki­færi til að virkja þann kraft,“seg­ir Jóna Ár­ný Þórð­ar­dótt­ir, starf­andi fram­kvæmda­stjóri Aust­ur­brú­ar. „Við er­um að stíga fyrstu skref­in, en með þess­um krafti sem er í sam­fé­lag­inu, höf­um við alla trú á því að þetta gæti orð­ið til bóta á þessu svæði.“

Djúpa­vogs­hrepp­ur mun leggja 250 þús­und krón­ur til stofn­kostn­að­ar frum­kvöðla­set­urs­ins.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.