Fisk­eld­ið styrk­ir byggða­þró­un á Vest­fjörð­um

Fréttablaðið - Markadurinn - - Forsíða -

Á Tálkna­firði er stærsta at­vinnu­grein­in sjávarútvegur og vinnsla en um­svif­in í fisk­eldi hvers kon­ar fara vax­andi. Á staðn­um eru starf­andi tvær seiða­eld­is­stöðv­ar, önn­ur í eigu Dýr­fisks og hin í eigu Arn­ar­lax. Einnig rek­ur Tung­usil­ung­ur land­eldi og reyk­hús, Fjarðalax er með úti­bú á staðn­um sem þjón­ust­ar lax­eldi sem er í firð­in­um og í Tálkna­firði er vísir að þor­skeldi.

Pat­reks­fjörð­ur er kaup­tún­ið í Vest­ur­byggð sem stend­ur við sam­nefnd­an fjörð, syðst­an fjarða á Vest­fjörð­um. Íbú­ar hafa af­komu sína af sjáv­ar­út­vegi, fisk­vinnslu og fisk­eldi sem og þjón­ustu við ná­granna­sveit­ir og ferða­menn. Fjarðalax er með lax­eldi í firð­in­um og vinnslu á laxi í kaup­tún­inu.

Upp­bygg­ing á suð­ur­fjörð­un­um bygg­ist í vax­andi mæli á fisk­eldi og ferða­þjón­ustu sem styðja hvort ann­að. Þar má með­al ann­ars nefna nýtt heils­árs­hót­el á Pat­reks­firði, vinnslu og flutn­ing á fiski frá Pat­reks­firði, upp­bygg­ingu seiða­eld­is­stöðv­ar Dýr­fisks í Norð­urBotni í Tálkna­firði og seiða­eld­is­stöðv­ar Arn­ar­lax á Gi­leyri við Tálkna­fjörð, flutn­ing á seið­um frá Tálkna­firði í aðra firði, út­setn­ingu 250.000 seiða á þessu vori hjá Arn­ar­laxi og fyr­ir­hug­aða bygg­ingu á 3.000 til 4.000 fer­metra vinnslu­húsi á Bíldu­dal.

Reikna má með að slátr­að verði 3.500 tonn­um af laxi í ár á suð­ur­fjarða­svæð­inu. Fram­leiðsla á lax­fisk­um mun fljót­lega tvö­fald­ast á suð­ur­fjörð­un­um og gera má ráð fyr­ir að fljót­lega skap­ist enn meiri verð­mæti í fisk­eldi eða allt að þrjár millj­ón­ir króna á hvert manns­barn á suð­ur­fjörð­um Vest­fjarða.

Mik­il sam­göngu­bót er að nýrri Breiða­fjarð­ar­ferju, Baldri, sem kom til Stykk­is­hólms í apríl sl. Við komu ferj­unn­ar tvö­fald­ast rými fyr­ir bíla, en nýja skip­ið tek­ur 45-50 bíla og um 300 far­þega. Þörf­in fyr­ir stærri ferju var orð­in brýn enda hafa flutn­ing­ar frá suð­ur­fjörð­un­um auk­ist mik­ið með auknu fisk­eldi og auk­inni vinnslu ferskra sjáv­ar­af­urða til út­flutn­ings.

Fram­leiðsla á lax­fisk­um mun fljót­lega tvö­fald­ast á suð­ur­fjörð­un­um og gera má ráð fyr­ir að fljót­lega skap­ist enn meiri verð­mæti í fisk­eldi eða allt að þrjár millj­ón­ir króna á hvert manns­barn á suð­ur­fjörð­um Vest­fjarða.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.