Mál Wow air aft­ur í hér­að

Fréttablaðið - Markadurinn - - Forsíða -

Hæstirétt­ur hef­ur fellt úr gildi frá­vís­unar­úrskurð Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur í máli Wow air gegn Isa­via, Icelanda­ir og Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu vegna út­hlut­un­ar af­greiðslu­tíma á Kefla­vík­ur­flug­velli. Mál­ið verð­ur því tek­ið upp aft­ur í hér­aðs­dómi.

„Nið­ur­stað­an er í takt við það sem við héld­um fram,“seg­ir Páll Rún­ar M. Kristjáns­son, lög­mað­ur Wow air.

„Isa­via og Icelanda­ir höfðu uppi fjöl­marg­ar og oft lang­sótt­ar máls­ástæð­ur fyr­ir frá­vís­un máls­ins. Það er gert til þess að tefja mál­ið enda ótt­ast þess­ir að­il­ar að fá dóm um sak­ar­efn­ið.“

Wow lagði inn kvört­un til Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins í fyrra vegna út­hlut­un­ar af­greiðslu­tíma, sem flug­fé­lag­ið taldi koma í veg fyr­ir að hægt væri að veita Icelanda­ir sam­keppni hvað varð­ar flug til Banda­ríkj­anna.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.