Sony kynn­ir Walkm­an ZX2

Fréttablaðið - Markadurinn - - Forsíða -

Raf­tækja­fram­leið­and­inn Sony hef­ur ákveð­ið að fram­leiða nýj­an spil­ara und­ir heit­inu Walkm­an ZX2. Nafn­ið vís­ar til vin­sæla kasettu­spil­ar­ans Walkm­an sem Sony fram­leiddi á ní­unda og tí­unda ára­tug síð­ustu ald­ar.

Sony kynnti spil­ar­ann til sög­unn­ar á tækni­ráð­stefnu í Las Vegas á dög­un­um. Spil­ar­inn mun kosta 1.110 doll­ara, um 142 þús­und krón­ur, inni­halda 128 gíga­bæta geymslum­inni og mun geta tengst öpp­um í gegn­um Google Play. Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið hef­ur sam­þykkt kaup Sam­herja á 80 pró­senta hlut í fjár­fest­ing­ar­fé­lag­inu ESTIA hf. Sam­herji er eft­ir kaup­in meiri­hluta­eig­andi í Slippn­um Akur­eyri hf.

Sam­þykk­ið er veitt með skil­yrð­um um að sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­ið fái ekki for­gang að þjón­ustu skipa­smíða- og málm­vinnslu­fyr­ir­tæk­is­ins.

„Tel­ur Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið að skil­yrð­in leysi hin sam­keppn­is­legu vand­kvæði sem af samrun­an­um kunna að stafa,“seg­ir í ákvörð­un Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins.

Greint var frá kaup­um Sam­herja á 80 pró­senta hlut í ESTIA í Mark­að­in­um í októ­ber síð­ast­liðn­um. Kaup­verð­ið er trún­að­ar­mál en ESTIA á 71 pró­sents hlut í Slippn­um sem rek­ur skipa­smíða­stöð, drátt­ar­braut og flot­kví á Akur­eyri.

Ei­rík­ur S. Jó­hanns­son, stjórn­ar­formað­ur Sam­herja, seg­ir stjórn­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins ekki hafa nein áform um breyt­ing­ar á rekstri Slipps­ins.

„Það eru eng­ar bylt­ing­ar í vænd­um og fyr­ir­tæk­ið mun halda áfram í óbreytt­um rekstri,“seg­ir Ei­rík­ur og held­ur áfram:

„Það er eðli­leg­ur fyr­ir­vari í sam­þykk­inu um að skip Sam­herja og tengdra að­ila njóti ekki for­gangs hjá Slippn­um. Að okk­ar mati er það eðli­legt vegna þess að Slipp­ur­inn var ekki keypt­ur með það í huga að hygla Sam­herja held­ur til að gera gott fyr­ir­tæki enn betra.“

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.