Lær­um af reynslunni

Fréttablaðið - Markadurinn - - Forsíða - For­stöðu­mað­ur efna­hags­sviðs SA

Sjald­séð­ur stöð­ug­leiki rík­ir um þess­ar mund­ir í ís­lensku efna­hags­lífi. Já­kvæð teikn eru á lofti og þrátt fyr­ir fjár­magns­höft virð­ist nokk­urt jafn­vægi á ís­lensku hag­kerfi – verð­bólga er lít­il, gengi krón­unn­ar er stöð­ugt, jafn­vægi er á við­skipt­um við út­lönd, at­vinnu­leysi hef­ur minnk­að og rík­is­sjóð­ur var rek­inn með af­gangi á liðnu ári. Þá má segja að upp­færð hagspá Seðla­bank­ans gefi til­efni til ákveð­inn­ar bjart­sýni, en gangi spá bank­ans eft­ir mun hér ríkja stöð­ug­leiki allt fram til árs­ins 2018.

Bjart­sýni er góð svo lengi sem við lát­um ekki blind­ast af henni og gott gengi rétt­læt­ir ekki kæru­leysi. Al­var­leg staða er kom­in upp á vinnu­mark­aði en við vit­um af feng­inni reynslu hversu miklu máli nið­ur­staða kjara­samn­inga get­ur skipt fyr­ir ís­lenskt efna­hags­líf. Það hversu mik­ið ber í milli í kröf­um verka­lýðs­fé­laga og hug­mynd­um at­vinnu­rek­enda er al­var­legt.

Kjara­samn­ing­ar gegna mik­il­vægu hag­stjórn­ar­hlut­verki, enda einn helsti áhrifa­þátt­ur verð­bólgu á Íslandi. Til langs tíma get­ur kaup­mátt­ur launa ekki vax­ið um­fram fram­leiðni­vöxt hag­kerf­is­ins og því munu launa­hækk­an­ir um­fram verð­mæta­sköp­un fyr­ir­tækja ávallt leiða til auk­inn­ar verð­bólgu. Þetta hef­ur reynsl­an sýnt og ætti ekki að vera um­deilt. Þrátt fyr­ir það hafa launa­hækk­an­ir á Íslandi sjaldn­ast tek­ið mið af þess­ari vitn­eskju og skyldi því eng­an undra að verð­bólgu­saga okk­ar er eins og hún er. Það er merki­legt, ekki síst vegna þess að ná­granna­þjóð­ir okk­ar á Norð­ur­lönd­um hafa fetað aðra leið. Þar hafa laun hækk­að í sam­ræmi við vöxt hag­kerf­is­ins og hef­ur það skil­að sér í lægri verð­bólgu og lægra vaxta­stigi.

Er vilji til að læra af reynslunni? Ný­leg­ir samn­ing­ar rík­is­ins við lækna um 30% launa­hækk­un á næstu þrem­ur ár­um gefa ekki til­efni til að ætla að svo sé. Þó lækn­ar séu fá­menn­ur hóp­ur í hlut­falli við vinnu­mark­að­inn er eng­inn ey­land og fylgi aðr­ir hóp­ar eru áhrif­in fyr­ir­séð. Auð­vit­að geta ytri þætt­ir eins og batn­andi við­skipta­kjör skap­að við­bót­ar­svig­rúm til launa­hækk­ana. Við sáum slíkt á síð­asta ári, launa­vísi­tala Hag­stof­unn­ar í árs­lok mæld­ist ríf­lega 6% en á sama tíma mæld­ist verð­bólg­an und­ir einu pró­sentu­stigi og hef­ur aldrei mælst lægri. Það má segja að við höf­um ver­ið hepp­in, batn­andi við­skipta­kjör og styrk­ing krón­unn­ar unnu gegn launa­verð­bólg- unni. Hugs­an­lega get­um við orð­ið hepp­in á ár­inu 2015, tek­ið sj­ens­inn og elt lækna, en það er varla ábyrg stefna.

Mik­il­vægt er að hafa í huga að ís­lensk heim­ili eru ekki að­eins næm fyr­ir verð­bólgu held­ur einnig vaxta­hækk­un­um, en auk­in ásókn heim­ila í óverð­tryggð lán hef­ur auk­ið áhrif vaxta­hækk­ana á greiðslu­byrði. Seðla­bank­inn hef­ur sýnt það í verki að hann hækk­ar vexti fljótt telji hann verð­stöð­ug­leika ógn­að og næg­ir að líta til síð­ustu tvennra kjara­samn­inga til að stað­festa það. Í kjöl­far mik­illa launa­hækk­ana 2011 hækk­aði bank­inn vexti en frá síð­ustu kjara­samn­ing­um hafa vext­ir lækk­að. Seðla­bank­an­um ber að beita vöxt­um til að halda aft­ur af verð­bólgu­þrýst­ingi og er vaxta­stig­ið því af­leið­ing en ekki or­sök. Nið­ur­staða kjara­samn­inga ræð­ur að miklu leyti för.

Á end­an­um snýst þetta um hið marg­um­tal­aða svig­rúm. Hægt er að hafa ýms­ar skoð­an­ir á stærð þess en ramm­inn er nokk­uð þekkt­ur. Eng­ar und­ir­liggj­andi hag­stærð­ir rétt­læta tuga pró­senta launa­hækk­an­ir og verði um þær sam­ið munu þær jafn­ast út í verð­bólgu. Ef áfram verð­ur lit­ið fram hjá því við gerð kjara­samn­inga mun lít­ið ávinn­ast. Er ekki kom­inn tími til að velja raun­hæf­ari leið­ir til að auka kaup­mátt og reyna fyr­ir al­vöru að bæta lífs­kjör okk­ar til langs tíma?

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.