Óop­in­ber gögn

Fréttablaðið - Markadurinn - - Forsíða - For­stöðu­mað­ur eft­ir­lits Nas­daq

Þessi grein er ekki op­in­ber. Í það minnsta ekki í skiln­ingi laga um verð­bréfa­við­skipti og reglu­gerð­ar um upp­lýs­inga­gjöf og til­kynn­ing­ar­skyldu sem sett er á grund­velli sömu laga. Er þar um að ræða lög og regl­ur sem gilda um upp­lýs­inga­gjöf fyr­ir­tækja og stofn­ana sem eru með verð­bréf skráð í kaup­höll eða á mark­aðs­torgi fjár­mála­gern­inga (hér eft­ir „út­gef­end­ur“).

Á út­gef­end­um hvíl­ir ströng skylda til þess að upp­lýsa al­menn­ing um allt það sem er lík­legt til að hafa mark­tæk áhrif á mark­aðs­verð verð­bréfa þeirra. Ákvörð­un um hvaða upp­lýs­ing­ar telj­ast hafa mark­tæk áhrif á mark­aðs­verð verð­bréfa bygg­ir á mati á því hvernig upp­lýst­ir fjár­fest­ar kæmu til með að bregð­ast við op­in­berri birt­ingu slíkra upp­lýs­inga. Með öðr­um orð­um eiga út­gef­end­ur að sjá til þess að al­menn­ing­ur hafi að­gang að öll­um þeim upp­lýs­ing­um sem nauð­syn­leg­ar eru til þess að leggja mat á virði verð­bréfa þeirra. Geta það ver­ið fjár­hags­upp­lýs­ing­ar, upp­lýs­ing­ar um um­fangs­mikl­ar fjárfestingar eða upp­lýs­ing­ar um ákvarð­an­ir stjórn­valda, svo dæmi séu tek­in. Að auki skulu slík­ar upp­lýs­ing­ar birt­ar al­menn­ingi eins fljótt og auð­ið er og á jafn­ræð­is­grund­velli.

Lyk­il­at­rið­ið hér er jafn­ræði. Til út­skýr­ing­ar á titli grein­ar­inn­ar þá get­ur birt­ing upp­lýs­inga í Frétta­blað­inu, eða öðr­um prent­miðli, aldrei upp­fyllt jafn­ræð­is­skil­yrð­ið eitt og sér, þar sem ekki er hægt að tryggja að all­ir fái blað­ið af­hent á sama tíma. Ein­hverj­ir kæmu alltaf til með að fá að­gang að upp­lýs­ing­un­um á und­an öðr­um. Birt­ing upp­lýs­inga á vefn­um get­ur vissu­lega upp­fyllt þetta skil­yrði en þá þarf sjálf­ur birt­ing­ar­mát­inn að vera vel skil­greind­ur og það þarf að vera fyr­ir­sjá­an­legt hvar upp­lýs­ing­arn­ar munu birt­ast. Birt­ing á vef­síðu Vís­is, eða öðr­um al­menn­um vef­miðli, gæti ekki held­ur upp­fyllt þetta skil­yrði þar sem Vísir hef­ur, eðli máls­ins sam­kvæmt, ekki ver­ið fyr­ir­fram skil­greind­ur sem meg­in­vett­vang­ur op­in­berr­ar birt­ing­ar á verð­mót­andi upp­lýs­ing­um. Jafn­ræð­ið væri því ekki tryggt þar sem fjár­fest­ar ættu ekki von á því að slík­ar upp­lýs­ing­ar væru fyrst birt­ar á vef­síðu Vís­is og það gæti því ver­ið til­vilj­un háð hverj­ir fengju að­gang að upp­lýs­ing­un­um fyrst.

Reglu­verk­inu er ætl­að að tryggja þetta jafn­ræði en í því er m.a. gert ráð fyr­ir að upp­lýs­ing­um sé dreift sam­tím­is til fjöl­miðla inn­an Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins með að­ferð sem trygg­ir ör­ugg sam­skipti, lág­mark­ar hættu á óheim­il­um að­gangi og veit­ir full­vissu um upp­runa upp­lýs­ing­anna. Sér­hæfð frétta­dreif­ing­ar­kerfi eru not­uð til þess að birta op­in­ber­lega upp­lýs­ing­ar í sam­ræmi við reglu­verk­ið. Hver og einn fjöl­mið­ill sem mót­tek­ur upp­lýs­ing­arn­ar get­ur síð­an ákveð­ið að miðla þeim áfram til sinna við­skipta­vina í raun­tíma, en því til við­bót­ar eru þær birt­ar sam­stund­is á frétt­a­síðu Kaup­hall­ar­inn­ar. Lyk­il­at­rið­ið er að all­ir sem hafa áhuga eiga að fá að­gang að upp­lýs­ing­un­um á sama tíma.

Mik­il­vægt er að fólk sem hef­ur að­komu að verð­bréfa­mark­aðn­um átti sig á því hvenær upp­lýs­ing­ar hafa ver­ið birt­ar op­in­ber­lega sam­kvæmt lög­um um verð­bréfa­við­skipti og hvenær ekki. Sér­stak­lega þeg­ar haft er í huga að upp­lýs­ing­ar geta ver­ið op­in­ber­ar í hefð­bundn­um skiln­ingi orðs­ins án þess að telj­ast op­in­ber­lega birt­ar sam­kvæmt reglu­verk­inu. Al­geng­ur mis­skiln­ing­ur er t.d. að upp­lýs­ing­ar sem hafa ein­ung­is kom­ið fram á vef­síðu út­gef­anda, í ræð­um for­svars­manna út­gef­anda á op­in­ber­um vett­vangi, í fjöl­miðl­um eða á vef­síðu stjórn­valda telj­ist op­in­ber­ar í skiln­ingi reglu­verks­ins. Svo er vissu­lega ekki. Séu slík­ar upp­lýs­ing­ar þess eðl­is að þær geta haft mark­tæk áhrif á mark­aðs­verð við­kom­andi verð­bréfa, ef birt­ar op­in­ber­lega, gætu þær jafn­vel tal­ist inn­herja­upp­lýs­ing­ar.

Bald­ur Thorlacius,

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.