Virði skap­andi iðn­að­ar

Fréttablaðið - Markadurinn - - Forsíða - Eig­andi Doxa

Und­ir lok síð­ustu ald­ar fóru lín­ur að skýr­ast varð­andi áhrif sta­f­rænn­ar tækni og víð­tækr­ar dreif­ing­ar breið­bands og netteng­ing­ar á sam­fé­lög heims. Fræði­menn sem og for­svars­menn stjórn­valda og at­vinnu­lífs víða um heim tóku að leggja drög að stefnu­mót­un og áætlana­gerð sem auka myndi hagræn­an ávinn­ing og sam­fé­lags­leg­ar nytj­ar af hinu nýja skipu­lagi, þess er kall­ast skap­andi hag­kerfi. Þeg­ar vís­bend­ing­ar gáfu til kynna að geir­inn skap­aði meiri tekj­ur, og átti að öll­um lík­ind­um stærri hlut í þjóð­ar­fram­leiðslu en áð­ur var tal­ið, skap­að­ist óhjá­kvæmi­lega mik­il um­ræða um hagræn áhrif hans. Ný­ver­ið hafa menn þó beint sjón­um sín­um að öðr­um, og fleiri, teg­und­um virð­is sem skap­andi iðnaður gef­ur af sér.

Hug­tak­ið skap­andi hag­kerfi er í þró­un en ljóst er að það hvíl­ir á skap­andi eig­in­leik­um sem upp­sprettu hag­vaxt­ar og þró­un­ar. Það stuðl­ar að sköp­un nýrra tekna, nýrra starfa og tekna af út­flutn­ingi jafn­hliða því að ýta und­ir fé­lags­lega að­ild (e. social inclusi­on), menn­ing­ar­lega fjöl­breytni og þró­un lífs­kjara. Það nær til hagrænna, menn­ing­ar­legra og fé­lags­legra þátta sem spila sam­an við markmið tækni-, hug­verka- og ferða­þjón­ustu­geir­ans og er þátt­ur í þekk­ing­ar­þétt­bær­um (e. know­led­ge in­tensi­ve) hagræn­um og þró­un­ar­tengd­um fram­kvæmd­um sem mynda þvertengsl á öll­um stig­um hins al­menna hag­kerf­is.

Í hjarta hins skap­andi hag­kerf­is er skap­andi iðnaður. Oft­ast skil­greind­ur sem „sá iðnaður sem sprett­ur af sköp­un­ar­hæfni, verkkunn­áttu og hæfi­leik­um ein­stak­linga og fel­ur í sér mögu­leika á sköp­un starfa og auðs með fram­leiðslu og hag­nýt­ingu hug­verka­eigna“(sem sköp­un­ar­verk­in veita til­kall til).

Þeg­ar um­ræða um hinn skap­andi iðn­að hófst hér á landi var ákveð­ið að þýða ekki hið al­þjóð­lega heiti held­ur kalla geir­ann „skap­andi grein­ar“.

Hug­tak­ið, eða safn­heit­ið, skap­andi iðnaður und­ir­strik­ar að eig­in­leik­ar, sem og tækni­leg­ar og hagræn­ar for­send­ur geir­ans, byggja að hluta á „iðn­væð­ingu“hans, þ.e.a.s. fjölda­fram­leiðslu, ra­f­ræn­um eft­ir­gerð­ar­mögu­leik­um sem og sta­f­rænni miðl­un á skap­andi efni í við­skipta­leg­um til­gangi. Að um sé að ræða iðn­að, þótt um prótótýp­ur og hið ein­staka, jafn­vel tíma­bundna, sé einnig að ræða því hér mæt­ist hinn skap­andi geiri og iðnaður á nýj­um for­send­um.

Þó að hug­tak­ið nái yf­ir menn­ingu og list­ir er ekki um að ræða alls­herj­ar mark­aðsvæð­ingu þess geira. Gert er ráð fyr­ir áfram­hald­andi að­komu hins op­in­bera við þá lista- og menn­inga­geira sem búa við mark­aðs­bresti og áhersla lögð á mik­il­vægi þess að styðja við frumsköp­un í list­um og fjár­hags­lega ósjálf­bæra menn­ingu. Þar er kjarn­a­starf­semi hins skap­andi iðn­að­ar, þar sem fræj­um er sáð og sprot­arn­ir vaxa.

Heild­rænt mat

Sköp­un­ar­hæfni ein­stak­linga er mik­il­væg­ur eig­in­leiki og telst eft­ir­sótt gæði í fyr­ir­tækj­um og stofn­un­um sam­fé­lags­ins. Tal­ið er að veigamestu áhrif hins skap­andi hag­kerf­is séu því ekki ein­göngu í skap­andi iðn­aði, held­ur á starfs­þekk­ingu og við­skipta­hætti sem skapa auk­ið virði víð­ar í hag­kerf­inu. Við­skipta­líf­ið til­eink­ar sér í aukn­um mæli að­ferð­ir sem tald­ar eru ein­kenn­andi fyr­ir skap­andi ein­stak­linga; nýt­ingu hug­ar­flugs og sköp­un­ar­færni; stjórn­un hug­verka­og hug­mynda­auðs; ný hvata­kerfi sem miða í aukn­um mæli að sjálfs­hvöt­um í stað fjár­hags­legra hvata, til að mynda auk­ið sjálfræði og frum­kvæði sem og við­ur­kenn­ing­ar sem bæta sjálfs­mynd og þátt­töku­vilja starfs­manna.

Af­urð­ir hins skap­andi hag­kerf­is fram­kalla nokkr­ar teg­und­ir virð­is; hagrænt og fé­lags­legt virði, menn­ing­ar­virði og um­hverfis­virði. Þeg­ar fjall­að er um virði menn­ing­ar í hagræn­um skiln­ingi hafa fræði­menn gjarn­an lýst tveim­ur áhrifa­þátt­um. Að ann­ars veg­ar sé um að ræða áhrif sem menning legg­ur til annarra sviða op­in­berr­ar stefnu­mót­un­ar (t.d. til hag­vaxt­ar, heilsu og mennt­un­ar) og svo aft­ur þar sem áhrif­in eru tengd per­sónu­leg­um ávinn­ingi t.d. í formi auk­inn­ar vellíð­un­ar eða and­legr­ar nær­ing­ar.

Þannig felst hið hagræna virði í efl­ingu efn­is­legr­ar og óefn­is­legr­ar vel­sæld­ar og hið fé­lags­lega í ávinn­ingi af fé­lags­legri sam­kennd og stöð­ug­leika. Um­hverfis­virð­ið teng­ist nátt­úru­leg­um auð­lind­um og vist­kerf­um og loks er menn­ing­ar­virð­ið fal­ið í innra virði og mót­andi áhrif­um af list og menn­ingu sem hef­ur áhrif á ein­stak­lings­bund­inn og sam­fé­lags­leg­an þroska.

Það er því tíma­bært að beina aug­um að öll­um þeim teg­und­um virð­is sem hinn skap­andi iðnaður, list­ir og menning, fram­kalla og meta það heild­rænt.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.