Of­mat Fé­lags at­vinnu­rek­enda á virði óleystra geng­islána

Fréttablaðið - Markadurinn - - Forsíða - Hag­fræð­ing­ur Sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá að­ild­ar­fé­lög­um Sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja nam kröfu­virði geng­islána sem enn er ágrein­ing­ur um 96 millj­örð­um króna í árs­lok 2014. Þetta er um­tals­vert lægri fjár­hæð en þeir 547 millj­arð­ar króna sem Fé­lag at­vinnu­rek­enda (FA) hef­ur hald­ið á lofti að und­an­förnu.

Ný­lega efndi FA til fund­ar þar sem fjall­að var um stöðu geng­islána ís­lenskra fyr­ir­tækja. Á fund­in­um var kynnt grein­ing sem unn­in hafði ver­ið fyr­ir FA um hversu mik­ið af geng­islán­um fyr­ir­tækja væri enn í ágrein­ingi milli lána­stofn­ana og við­skipta­vina. Nið­ur­staða grein­ar­inn­ar er að ágrein­ing­ur ríki enn um þriðj­ung geng­islána eða um 547 ma.kr. að kröfu­virði eða sem nem­ur þriðj­ungi af lands­fram­leiðslu. Með kröfu­virði er átt við skuld sem snýr að lán­þeg­um. Bók­fært virði lán­anna kann að vera lægra, með­al ann­ars vegna nið­ur­færslu við kaup á þeim frá þrota­bú­um banka eða seinni virð­isrýrn­un­ar. Þess­ari tölu var ein­göngu ætl­að að ná til lána stóru við­skipta­bank­anna þriggja til fyr­ir­tækja.

Í ljósi þeirr­ar stað­reynd­ar að bú­ið er að leysa að lang­stærst­um hluta úr ágrein­ingi um geng­islán við­skipta­bank­anna kom nið­ur­staða grein­ing­ar FA veru­lega á óvart og kall­ar á að mál­ið sé skoð­að of­an í kjöl­inn.

Við þá skoðun kom í ljós að grein­ing FA bygg­ir á eft­ir­far­andi flokk­un Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á geng­islán­um frá vor­mán­uð­um 2012 (sem var byggð á töl­um frá árs­lok­um 2011). Þar voru lán flokk­uð eft­ir lík­ind­um á því hvort geng­is­bind­ing þeirra væri lög­leg með hlið­sjón af þeim sjón­ar­mið­um sem Hæstirétt­ur virt­ist leggja til grund­vall­ar. Flokk­arn­ir voru sex. Í A-flokk voru flokk­uð er­lend lán sem nán­ast var ótví­rætt að væru lög­leg, alls um 178 millj­arð­ar króna að bók­færðu virði, en í aðra flokka (B til F) eft­ir vax­andi lík­ind­um um ólög­mæti önn­ur geng­islán um 551 millj­arð­ur króna að bók­færðu virði.

Í áætl­un þeirri sem unn­in var fyr­ir FA er geng­ið út frá að ein­göngu lán í flokki A hafi reynst lög­leg. Þessi fjár­hæð er dreg­in frá stöðu geng­islána fyr­ir­tækja í árs­lok 2014 og sleg­ið föstu að mis­mun­ur þess­ara talna sé bók­fært virði lána sem eru í ágrein­ingi nú, alls 257 millj­arð­ar króna. Til að áætla kröfu­virð­ið er þessi tala blás­in út og mið­að við 57% með­alnið­ur­færslu lána við kaup þeirra til nýju bank­anna, sem gef­ur 547 millj­arða króna.

Þessi að­ferð til að áætla ágrein­ingslán fel­ur í raun í sér að gefa sér sem for­sendu það sem í upp­hafi á að áætla. Fjár­hæð fyr­ir­tækjalána í A-flokki í árs­lok 2011 seg­ir ekk­ert um lög­leg eða óum­deild geng­islán í árs­lok 2014. Með því er sleg­ið föstu að lög­leg geng­islán hafi ekki auk­ist und­an­far­in þrjú ár. Hvort tveggja er að lán kunna að hafa ver­ið leiðrétt sem áð­ur voru ólög­mæt og að dóm­stól­ar hafa nú dæmt lán í flokk­um B og C lög­leg lán, auk þess sem lán í flokki D hafa reynst að stór­um hluta lög­leg.

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja köll­uðu eft­ir gögn­um frá að­ild­ar­fyr­ir­tækj­um sín­um um um­deild geng­islán til fyr­ir­tækja í fram­haldi af mál­flutn­ingi FA. Sam­kvæmt þeim gögn­um eru um­deild geng­islán fyr­ir­tækja í árs­lok 2014 að kröfu­virði um 96 millj­arð­ar króna en ekki 547 millj­arð­ar króna eins og FA held­ur fram. Það þýð­ir að um­deild geng­islán eru ekki þriðj­ung­ur geng­islána held­ur um 5%.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.