Fá­um við betri upp­lýs­ing­ar um geng­islán?

Fréttablaðið - Markadurinn - - Forsíða -

í þrætu­bók um að­ferð­ir við mat á geng­islán­um í ágrein­ingi. For­send­ur út­tekt­ar­inn­ar sem gerð var fyr­ir FA liggja fyr­ir. Það mat er eins ná­kvæmt og mögu­legt er á grund­velli fyr­ir­liggj­andi gagna, sem birt hafa ver­ið op­in­ber­lega.

Það kem­ur alls ekki á óvart að bank­arn­ir meti það svo að mun lægri upp­hæð­ir séu í ágrein­ingi; um það snýst ein­mitt að stór­um hluta deil­an um geng­islán­in. Bank­arn­ir halda því fram að ágrein­ing­ur vegna þeirra hafi að stærst­um hluta ver­ið leyst­ur. Fjöldi fyr­ir­tækja með geng­islán er ósam­mála því mati og túlk­un­um bank­anna á dóma­for­dæm­um. Það gef­ur auga­leið að mat þeirra á um­fangi þessa ágrein­ings er ekki það sama.

Tala SFF um að 96 millj­arða geng­islán séu í ágrein­ingi er ekki sund­ur­greind frek­ar eða gefn­ar upp for­send­ur þessa mats. Það er til dæm­is ekki heim­fært hvernig þessi tala kem­ur heim og sam­an við minn­is­blað Fjár­mála­eft­ir­lits­ins um geng­islán 2012 og þá flokk­un lán­anna sem þar var sett fram.

Það væri að sjálf­sögðu æski­legt að bank­arn­ir veittu frek­ari upp­lýs­ing­ar um stöðu geng­islán­anna, sem þeir hafa hing­að til ver­ið treg­ir til að gera. Sama má segja um eft­ir­lits­stofn­an­ir á borð við Fjár­mála­eft­ir­lit­ið. Út­tekt­in sem unn­in var fyr­ir FA var til­raun til að meta um­fang vand­ans á grund­velli fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­inga. Það er já­kvætt ef hún stuðl­ar að því að efla upp­lýs­inga­gjöf bank­anna og FME um geng­islán­in og auka gegn­sæ­ið í þess­um efn­um.

Hvort sem kröfu­virði geng­islána sem ágrein­ing­ur er um er 96 millj­arð­ar, 547 millj­arð­ar eða ein­hver tala þar á milli, er ljóst að um gríð­ar­leg­ar fjár­hæð­ir er að tefla fyr­ir ís­lenzkt við­skipta­líf. Hver tal­an er ná­kvæm­lega breyt­ir ekki þeirri megin­álykt­un, sem sett var fram af hálfu FA á fundi um geng­islán­in í síð­asta mán­uði, að bank­arn­ir hafa að veru­legu leyti eft­ir­lát­ið dóm­stól­um að ráð­stafa þeim af­slætti sem fylgdi geng­islán­un­um þeg­ar þau voru færð yf­ir í nýju bank­ana, í stað þess að gera frjálsa samn­inga við við­skipta­vini sína, byggða á við­skipta­leg­um for­send­um. Að gengn­um 70 hæsta­rétt­ar­dóm­um og hátt í 200 dóm­um hér­aðs­dóm­stóla er enn ágrein­ing­ur um fjölda lána, sem stend­ur ís­lenzku við­skipta­lífi fyr­ir þrif­um. Út frá hags­mun­um við­skipta­lífs­ins er ekki að­al­at­rið­ið hver hin ná­kvæma tala er, held­ur að finna lausn á þess­um ágrein­ingi.

fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­enda

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.