Skatt­greið­end­ur eiga ekki að borga hrað­lest til Kefla­vík­ur

Fréttablaðið - Markadurinn - - Forsíða - Borg­ar­full­trúi

Flest­ir Ís­lend­ing­ar hafa ferð­ast með lest­um er­lend­is og marg­ir al­ið með sér þann draum að einn góð­an veð­ur­dag verði þess­um skemmti­lega ferða­máta kom­ið á hér á Fróni. Allt frá ár­inu 1894 hafa stjórn­mála­menn rætt slík­ar hug­mynd­ir af fullri al­vöru. Upp­haf­lega var rætt um járn­braut frá Reykja­vík aust­ur í Rangár­valla­sýslu og norð­ur til Akur­eyr­ar en í seinni tíð hef­ur einkum ver­ið rætt um hrað­lest til Kefla­vík­ur­flug­vall­ar sem og spor­vagna (létt­lest­ir) og jafn­vel neð­anjarð­ar­lest á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hing­að til hafa þó all­ar slík­ar hug­mynd­ir guf­að upp þeg­ar kald­ir kostn­að­ar­út­reikn­ing­ar hafa tek­ið við af róm­an­tísku tylli­dagaskvaldri póli­tík­usa. Spurn­ing­in ,,Hvað kost­ar þetta og hver á að borga?“verð­ur ekki um­flú­in í þessu efni frek­ar en öðru.

Hing­að til höf­um við Ís­lend­ing­ar því þurft að láta lest­ina í Fjöl­skyldu- og hús­dýra­garð­in­um duga og nú síð­ast Hafn­ar­lest­ina sem hóf akst­ur við Reykja­vík­ur­höfn fyr­ir nokkr­um dög­um. Óhætt er að mæla með þess­um skemmti­legu lest­um þótt báð­ar séu á hjól­um.

Arð­bært verk­efni?

Um síð­ustu alda­mót var skrif­uð skýrsla um lagn­ingu járn­braut­ar til Kefla­vík­ur­flug­vall­ar og rekst­ur hrað­lest­ar þar á milli. Nið­ur­stað­an var sú að rekst­ur hrað­lest­ar­inn­ar gæti orð­ið arð­bær, þ.e.a.s. ef ekki væri gert ráð fyr­ir fjár­fest­ing­ar­kostn­aði, sem var á þávirði met­inn 22-30 millj­arð­ar króna. Von­uð­ust að­stand­end­ur hug­mynd­ar­inn­ar til þess að rík­ið (skatt­greið­end­ur) myndi greiða fjár­fest­ingu verk­efn­is­ins. Sú hug­mynd hlaut sem bet­ur fer ekki und­ir­tekt­ir hjá þá­ver­andi fjár­mála­ráð­herra.

Ýms­ir töldu rekstr­ar­hæfi slíkr­ar lest­ar of­met­ið í skýrsl­unni. Var m.a. bent á að í henni væri reikn­að með því að um leið og lest­in hæfi starf­semi, myndu flug­far­þeg­ar nán­ast hætta að ferð­ast með rút­um út á Kefla­vík­ur­flug­völl. Slíkt er óraun­hæft þar sem flugrút­an stend­ur af­ar vel að vígi í sam­keppni við aðra ferða­máta. Ekki síst vegna þess að hún ek­ur flug­far­þeg­um alla leið heim á hótel og sæk­ir þá þang­að áð­ur en hald­ið er út á flug­völl að nýju.

Nú hef­ur ryk­ið ver­ið dust­að af hrað­lest­inni til Kefla­vík­ur og sam­kvæmt nýj­um út­reikn­ing­um að­stand­enda hug­mynd­ar­inn­ar er verk­efn­ið met­ið arð­bært. Ólíkt því sem tal­ið var fyr­ir fimmtán ár­um er ekki tal­in þörf á stuðn­ingi frá hinu op­in­bera svo það verði að veru­leika, hvorki varð­andi rekst­ur né fjár­fest­ingu. Hafa ákveðn­ar for­send­ur í dæm­inu vissu­lega breyst á sl. fimmtán ár­um og t.a.m. hef­ur fjöldi er­lendra ferða­manna ríf­lega þre­fald­ast á tíma­bil­inu. Reikn­að er með að kostn­að­ur við verk­efn­ið verði rúm­lega eitt hundrað millj­arð­ar króna.

Of snemmt er að segja til um hvernig ganga muni að afla fjár til verk­efn­is­ins á al­menn­um mark­aði en það er að sjálf­sögðu raun­hæf­asti mæli­kvarð­inn á hvort verk­efn­ið sé arð­bært eða ekki. Mörg dæmi eru um það er­lend­is að kostn­að­ur við slík hrað­lest­ar­verk­efni hafi far­ið langt fram úr áætl­un­um og al­menn­ing­ur ver­ið lát­inn gjalda fyr­ir það dýru verði. Slíkt má ekki ger­ast hér. Reynsl­an sýn­ir að slík stór­verk­efni eru áhættu­söm og því er mik­il­vægt að hið op­in­bera komi ekki á neinn hátt að fjár­mögn­un þess.

Sjálfsagt er að óska að­stand­end­um hug­mynd­ar­inn­ar góðs geng­is, svo fremi að verk­efn­ið sé fjár­magn­að á heil­brigð­um mark­aðs­for­send­um en ekki pils­faldakapítal­isma þar sem allri áhættu er velt yf­ir á skatt­greið­end­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.