Aldrei meira fjár­magn til upp­bygg­ing­ar

Fréttablaðið - Markadurinn - - Forsíða - Iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra

nátt­úr­unn­ar, öryggi ferða­manna og nauð­syn­lega inn­viði til að þjón­usta þann mikla fjölda sem sæk­ir land­ið heim. Frum­varpi um nátt­úrupassa var ætl­að að leysa heild­stætt þetta marg­þætta við­fangs­efni sem snýr ekki ein­göngu að inn­við­a­upp­bygg­ingu held­ur að öðr­um þátt­um eins og ör­ygg­is­mál­um.

Ljóst er að mál­ið er á ábyrgð margra að­ilaf, rík­is, sveit­ar­fé­laga, land­eig­enda og ferða­þjón­ust­unn­ar sjálfr­ar. Því er brýnt að all­ir vinni sam­an að lausn þess­ara mála. Á und­an­förn­um mán­uð­um hef­ur ráðu­neyti mitt í sam­starfi við Sam­tök ferða­þjón­ust­unn­ar, Ferða­mála­stofu og fleiri unn­ið að lang­tíma stefnu­mót­un fyr­ir grein­ina í heild. Stefnt er að því að ljúka þeirri vinnu og kynna í næsta mán­uði. Vel hef­ur ver­ið til vand­að, lit­ið til for­dæma er­lend­is frá og sam­ráð haft við hags­muna­að­ila og aðra áhuga­sama um land allt. Ég bind mikl­ar von­ir við þessa vinnu og tel hana nauð­syn­lega til þess að styðja við áfram­hald­andi vöxt og fram­far­ir ferða­þjón­ust­unn­ar.

Ferða­þjón­ust­an er til­tölu­lega ung at­vinnu­grein hér á landi í þeirri mynd sem við þekkj­um og glím­ir því kannski við ýmsa vaxt­ar­verki. Sal­ern­is­mál­in eru bara einn angi þeirra. Stjórn­völd eru vel með­vit­uð um það verk­efni og því hef­ur auknu fjár­magni ver­ið var­ið til slíkra verk­efna. Má geta þess að yf­ir 100 millj­ón­um verð­ur var­ið í að bæta sal­ern­is­að­stöðu um allt land á þessu ári.

Reynd­ar er það svo að fleira tef­ur upp­bygg­ingu en skort­ur á fjár­magni og má þar nefna skipulagsmál og ann­an und­ir­bún­ing. Sem dæmi má nefna að af þeim 380 millj­ón­um sem Fram­kvæmda­sjóð­ur­inn út­hlut­aði sér­stak­lega vor­ið 2014, án mót­fram­lags, liggja tæp­ar 200 millj­ón­ir enn óhreyfð­ar vegna þess að verk­efn­un­um er ekki lok­ið.

Ferða­þjón­ust­an er gríð­ar­lega mik­il­væg at­vinnu­grein. Verk­efn­in eru ær­in og til þess að ljúka þeim þurf­um við sam­stillt átak. Með öfl­ugri stefnu­mót­un, fram­tíð­ar­sýn og sam­vinnu er ég sann­færð um að okk­ur tak­ist vel til eins og alltaf þeg­ar við stönd­um sam­an.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.