Krís­u­stjórn­un sam­bands­slita og at­vinnum­issis

Fréttablaðið - Markadurinn - - Forsíða - Al­manna­teng­ill

kom­inn með nýtt embætti í dag ef hann hefði tek­ist á við breytta hagi sína með prinsipp­um krís­u­stjórn­un­ar? Ef hann hefði geng­ist við sín­um hlut og ef hann hefði forð­ast að mála sig upp sem fórn­ar­lamb í mál­inu. Það er stór­hættu­legt fyr­ir fólk í slíkri stöðu að næra bit­urð í garð ná­ung­ans.

Í starfi mínu hjá Góð­um sam­skipt­um hitt­um við reglu­lega fólk skömmu eft­ir að krís­an dyn­ur yf­ir. Fyrstu við­brögð fólks eru gjarn­an reiði, því næst af­neit­un og löm­un. Fólk lang­ar helst að skríða inn í skel. Af­neit­un­in birt­ist í frös­um eins og: „Les ein­hver þenn­an fjöl­mið­il hvort sem er?“, „Þetta verð­ur gleymt á morg­un“og „Af hverju gera þau ekki frétt­ir um sam­keppn­is­að­ila minn, hann er miklu verri!“Til að kom­ast í gegn­um áfall­ið þá gera þau lít­ið úr krís­unni og ef­ast um að hún hafi nokk­ur lang­tíma­áhrif.

Það gæti ekki ver­ið fjær sann­leik­an­um. Þvert á móti þá ber­um við krís­urn­ar eins og ör á sál­inni. Þeg­ar mað­ur hitt­ir fólk sem hef­ur lent í kast­ljósi fjöl­miðla vegna krísu þá er það yf­ir­leitt enn að vinna úr storm­in­um, jafn­vel mörg­um ár­um og ára­tug­um síð­ar.

Kunn­ingi minn rakst á einn reynslu­mesta flug­stjóra Malaysi­an Air­lines á flug­velli skömmu eft­ir að flug­vél fé­lags­ins var skot­in nið­ur yf­ir Úkraínu en það var önn­ur vél­in sem flug­fé­lag­ið tap­aði með manni og mús á nokk­urra mán­aða tíma­bili. Hann spurði um líð­an hans. Svar­ið var: „Við vor­um lít­ið flug­fé­lag, eig­in­lega eins og fjöl­skylda, ég þekkti alla áhafn­ar­með­limi sem voru um borð í vél­inni sem var skot­in nið­ur, ALLA!“Svo fór hann að gráta. Þessi flug­stjóri er kom­inn í leyfi, eins og flest­ir aðr­ir sem unn­ið höfðu hjá Malaysi­an lengi. Ólík­legt er að flest þau fljúgi nokk­urn tíma á ný sem áhafn­ar­með­lim­ir. Þeg­ar er bú­ið að end­ur­nýja flest­ar áhafn­irn­ar og ver­ið er að breyta um nafn á flug­fé­lag­inu.

Krís­ur hafa víð­tæk­ar af­leið­ing­ar og það eru ein­mitt oft eftir­köst­in sem eru van­met­in af stjórn­end­um fyr­ir­tækja. Flest stór fyr­ir­tæki eru þó með áætl­un til­búna ef upp koma krís­ur og æfa hana jafn­vel reglu­lega. Þau vita sem er að orð­spor sem byggt er upp á löng­um tíma get­ur tap­ast á svip­stundu. Sam­fé­lags­miðl­ar breiða hratt út slæm­ar fregn­ir. Fjöl­miðl­ar end­ur­birta frétt­ir annarra og það ger­ir ekki að­eins örð­ugt að leið­rétta rang­ar upp­lýs­ing­ar, held­ur geta þær orð­ið grund­völl­ur þess hvernig fréttaum­fjöll­un þró­ast. Tím­inn sem þú hef­ur til að ná stjórn á frétt er núorð­ið nær eng­inn.

Sá sem þetta skrif­ar hef­ur nokkr­um sinn­um ver­ið rek­inn. Við höf­um líka flest upp­lif­að sorg­ina sem fylg­ir sam­bands­slit­um, þeg­ar sú fram­tíð sem virt­ist bíða okk­ar hverf­ur eins og dögg fyr­ir sólu.

Hvort sem það er skiln­að­ur, brottrekst­ur eða eitt­hvert af öðr­um al­geng­um áföll­um sem við verð­um fyr­ir á lífs­leið­inni þá geta rétt við­brögð skipt miklu um áhrif­in sem þau hafa á okk­ur, bæði til langs og skamms tíma. Rétt við­brögð í öll­um þess­um að­stæð­um eru að horf­ast í augu við stað­reynd­ir, líta í eig­in barm, veita um­hverf­inu nauð­syn­leg­ar upp­lýs­ing­ar, leita sér að­stoð­ar og gera bet­ur næst.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.