Stefnu­breyt­ing við sam­ein­ingu stofn­ana

Fréttablaðið - Markadurinn - - Forsíða - Sér­fræð­ing­ur hjá SFR

Á und­an­förn­um ár­um hafa stjórn­völd stefnt að því að fækka op­in­ber­um stofn­un­um. Sér­stak­lega hef­ur ver­ið ein­blínt á sam­ein­ingu smærri stofn­ana með það fyr­ir aug­um að auka hag­kvæmni í rík­is­rekstr­in­um.

Síð­ustu rík­is­stjórn­ir hafa unn­ið að þessu. Stór­ar sam­ein­ing­ar áttu sér stað á kjör­tíma­bili rík­is­stjórn­ar Jó­hönnu Sig­urð­ar­dótt­ur. Að­ferða­fræð­in við sam­ein­ing­arn­ar var að starfs­fólk stofn­an­anna fékk að halda starfi sínu og hug­að var þannig að vel­ferð mannauðs­ins í um­bóta­ferl­inu enda lyk­ill­inn að því að vel tak­ist til.

Í fyrsta fjár­laga­frum­varpi nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar boð­aði fjár­mála­ráð­herra stór­felld­ar breyt­ing­ar á rík­is­rekstr­in­um. Með­al þeirra var fækk­un op­in­berra stofn­ana um 50 og hald­ið var þannig áfram á þeirri veg­ferð sem hófst rétt fyr­ir alda­mót­in 2000. Fram­tíð­ar­sýn­in sem birt­ist í rök­un­um fyr­ir ákvörð­un­inni var einnig skýr en í frum­varp­inu var eitt höf­uð­mark­mið­anna að ein­falda rík­is­kerf­ið og minnka um­fang þess með það að leið­ar­ljósi að auka skil­virkni.

Þó svo að mark­mið­ið sé það sama hef­ur margt breyst. Ef lit­ið er til þeirr­ar að­ferða­fræði sem not­uð hef­ur ver­ið við sam­ein­ingu stofn­ana á und­an­förn­um ár­um má sjá að nú hef­ur átt sér stað stefnu­breyt­ing. Hún birt­ist með þeim hætti að stjórn­völd telja nú mik­il­vægt, jafn­vel nauð­syn­legt, að segja öllu starfs­fólki upp við sam­ein­ing­ar stofn­ana. Ný­leg­ar sam­ein­ing­ar sýna þetta með skýr­um hætti. Nýj­asta dæm­ið er frá síð­asta starfs­degi Al­þing­is fyr­ir sum­ar­frí með stofn­un Mennta­mála­stofn­un­ar.

SFR tel­ur þessa leið ranga. Ein­fald­lega vegna þess að verk­efn­in sem eru færð til nýrr­ar stofn­un­ar eru hin sömu og voru hjá fyr­ir­renn­ur­um henn­ar og því er að­eins um breyt­ing­ar á bygg­ingu stofn­ana að ræða en ekki um nið­ur­lagn­ingu starfa og verk­efna svo um ræð­ir. Starfs­mönn­um eru ým­ist boð­in störf hjá nýrri stofn­un við sömu verk­efni og áð­ur, eða þeim eru boð­in ný verk­efni. Það er veru­legt áhyggju­efni að nú virð­ist vera að fær­ast í auk­ana að sett­ur sé fyr­ir­vari í lög­in um að lækka megi starfs­fólk í starfs­stigi.

Standi vilji stjórn­valda til þess að gera breyt­ing­ar á störf­um er til sam­ræm­is við með­al­hófs­reglu að flytja störf­in en ekki leggja þau nið­ur. SFR tel­ur grund­vall­ar­at­riði að gætt sé jafn­ræð­is gagn­vart op­in- ber­um starfs­mönn­um við sam­ein­ingu stofn­ana. Eng­in rök eru fyr­ir því að rétt­ar­staða starfs­fólks þeirra stofn­ana sem lagð­ar eru nið­ur nú sé lak­ari en rétt­ar­staða starfs­manna við sam­bæri­leg­ar sam­ein­ing­ar sem hafa átt sér stað.

Stjórn­völd hafa ekki mark­að sér op­in­bera stefnu um hvernig þau vilja standa að verk­efn­um eins og sam­ein­ing­um stofn­ana. Því hafa þau ekki held­ur tek­ið ákvörð­un um hvernig þau vilja búa að mann­auðn­um við slík­ar að­stæð­ur. Hing­að til hef­ur það ver­ið á for­ræði ein­stakra stofn­ana eða ráðu­neyt­is. Þetta er al­gjör­lega ótækt. Stjórn­völd verða að vita hvert þau ætla að fara og hvernig þau ætla að kom­ast þang­að.

Tryggja þarf að á bak við ákvörð­un um sam­ein­ingu stofn­ana liggi fjár­hags­leg­ar, rekstr­ar­leg­ar, stjórn­sýslu­leg­ar, sam­fé­lags­leg­ar, fag­leg­ar og hugs­an­lega póli­tísk­ar for­send­ur þannig að mark­mið­ið með breyt­ing­un­um sé á hreinu og leið­irn­ar að því séu skýr­ar. Und­ir­bún­ing­ur er alltaf mik­il­væg­ur enda get­ur ávinn­ing­ur af um­bót­um orð­ið lít­ill sem eng­inn ef ekki er stað­ið vel að mál­um frá upp­hafi. Stjórn­sýsl­an á að starfa með fag­leg­um hætti og gæta jafn­ræð­is og með­al­hófs enda er mik­il­vægt að gætt sé sam­ræm­is við ákvörð­un­ar­töku stjórn­valda.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.