Hverj­ir koma að stefnu­mörk­un fyr­ir­tækja?

Fréttablaðið - Markadurinn - - Forsíða - Ráð­gjafi og með­eig­andi Strategíu ehf.

VANNÝTT AUЭLIND

Eitt af meg­in­hlut­verk­um stjórna er að móta stefnu við­kom­andi fyr­ir­tæk­is. Alltof oft er sú stefnu­mörk­un unn­in af stjórn­end­um fyr­ir­tæk­is­ins án beinn­ar að­komu stjórn­ar nema þá til þess eins að sam­þykkja þá stefnu sem hef­ur ver­ið mörk­uð. Í þeim til­fell­um eru stjórn­end­ur að vannýta þá auð­lind sem býr í stjórn við­kom­andi fyr­ir­tæk­is. Stjórn­ar­menn eiga auð­veld­ara með að horfa hlut­laus­um aug­um á starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins og hafa oft víð­tæka reynslu frá öðr­um rekstri sem út­víkk­ar um­ræð­una. Það er því mik­il­vægt að teikna upp ferl­ið á þann hátt að að­koma stjórn­ar verði þannig að sú stefna sem verð­ur mörk­uð verði sam­eig­in­legt leið­ar­ljós stjórn­ar­inn­ar og stjórn­enda.

EINS OG RAUЭUR ÞRÁÐUR

Stefnu­mörk­un á að vera eins og rauð­ur þráður í gegn­um starfs­áætlan­ir stjórna. Fyrst er það að­kom­an að mót­un henn­ar, síð­an sam­þykki henn­ar og loks eft­ir- fylgni og rýni. Þau gestsaugu sem stjórn­ar­menn hafa á starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins ættu að auð­velda gagn­rýna um­ræðu um það hvort sú stefna sem mörk­uð hef­ur ver­ið sé að skila þeim ár­angri sem til var ætl­ast. Ef ekki, þarf að end­ur­skoða hana og út frá fyr­ir­liggj­andi stað­reynd­um.

Að­koma eig­enda/ hlut­hafa að stefnu­mörk­un ætti að vera eins og allra annarra hag­að­ila. Það er mik­il­vægt að kalla eft­ir sjón­ar­mið­um og taka mið af þeim eig­enda/hlut­hafa­st­efn­um sem liggja fyr­ir. Það er hins veg­ar stjórn­ar­inn­ar að bera ábyrgð á þeirri stefnu sem er mörk­uð hverju sinni og stjórn­end­anna að fylgja henni eft­ir.

Hr­aði breyt­inga er mjög mis­mun­andi eft­ir at­vinnu­grein­um en í dag eru breyt­ing­arn­ar það ör­ar í flest­öll­um starfs­grein­um að ekki er svig­rúm til margra mán­aða vinnu við stefnu­mörk­un. Betra er að inn­leiða vel þokka­lega góða stefnu en að inn­leiða aldrei þessa einu réttu stefnu sem lít­ur aldrei dags­ins ljós!

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.