Sölu­hagn­að­ur Hreggviðs 1,7 millj­arð­ar króna

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn -

Hagn­að­ur fé­lags Hreggviðs Jóns­son­ar, for­stjóra Ver­itas Capital og stjórn­ar­for­manns Fest­ar, af sölu á 12 pró­senta hlut þess í Festi til N1 nem­ur taep­lega 1,7 millj­örð­um króna. Þetta má lesa út úr nýbirt­um árs­reikn­ingi Holdors, eign­ar­halds­fé­lags Hreggviðs.

Hlut­ur Hreggviðs í sam­lags­hluta­fé­lag­inu SF V, eig­anda Fest­ar, var met­inn á 2.774 millj­ón­ir króna í bók­um Holdors í lok síð­asta árs en tek­ið er fram í árs­reikn­ingn­um að virði hlut­ar­ins byggi á sölu­verði smá­sölu­keðj­unn­ar. Til sam­an­burð­ar greiddi Hreggvið­ur 1.090 millj­ón­ir króna fyr­ir hlut­inn ár­ið 2014.

Eign­ar­halds­fé­lag Holdors hagn­að­ist alls um 1.861 millj­ón króna í fyrra en 44 millj­óna króna tap varð af rekstri fé­lags­ins ár­ið 2016.

Hreggvið­ur var staersti ein­staki einka­fjár­fest­ir­inn í hlut­hafa­hópi Fest­ar með 12 pró­senta hlut en í kjöl­far kaupa N1 á smá­sölu­keðj­unni eign­ast hann um 2,9 pró­senta hlut í olíu­fé­lag­inu að virði um 1,2 millj­arð­ar króna. Er hann þannig staersti ein­staki einka­fjár­fest­ir­inn í N1.

Fram hef­ur kom­ið í fjöl­miðl­um að fjár­fest­ing Hreggviðs í SF V hafi ver­ið fjár­mögn­uð með nýj­um lán­um að fjár­haeð 890 millj­ón­ir króna á með­an inn­borg­að hluta­fé nam 200 millj­ón­um króna.

Kaup­verð N1 á Festi, sem rak með­al ann­ars versl­an­ir und­ir merkj­um Krón­unn­ar og El­ko, nam um 23,7 millj­örð­um króna en N1 tók yf­ir rekst­ur keðj­unn­ar 1. sept­em­ber síð­ast­lið­inn.

Staersti hlut­hafi SF V er fram­taks­sjóð­ur­inn SÍA II, í stýr­ingu Stefn­is, með 27,4 pró­senta hlut. Aðr­ir hlut­haf­ar eru ýms­ir líf­eyr­is­sjóð­ir með um 30 pró­senta hlut, trygg­inga­fé­lög og sjóð­ir með 15 pró­sent og þá eiga nokkr­ir einka­fjár­fest­ar sam­an­lagt um fjórð­ungs­hlut. Þórð­ur Már Jó­hann­es­son, fjár­fest­ir og fyrr­ver­andi for­stjóri Straums-Burða­ráss, fer til að mynda með 6,5 pró­senta hlut í SF V og Guð­mund­ur Ás­geirs­son, fyrr­ver­andi eig­andi Nes­skipa, með 3,8 pró­senta hlut. – kij

Hreggvið­ur Jóns­son, að­aleig­andi Ver­itas Capital.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.