Nið­ur­skurð­ur yf­ir­vof­andi

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn -

Nokk­ur deyfð hef­ur ver­ið yf­ir fjár­mála­mark­aði und­an­farn­ar vik­ur og mán­uði eins og sést hef­ur á sí­fellt minnk­andi veltu í Kaup­höll­inni. Fjár­magns­skort­ur rík­ir á baeði hluta­bréfa­og skulda­bréfa­mark­aði og eiga selj­end­ur frum­kvaeði að lang­flest­um við­skipt­um. Þyk­ir ljóst að Páll Harð­ar­son, for­stjóri Kaup­hall­ar­inn­ar, og koll­eg­ar eiga mik­ið verk fyr­ir hönd­um við að blása lífi í mark­að­inn. Af þess­um sök­um, og fleir­um til, bú­ast marg­ir við því að fjár­mála­fyr­ir­ta­eki muni faekka starfs­mönn­um hjá sér, einkum á sviði mark­aðsvið­skipta, á naestu mán­uð­um og miss­er­um. Ha­gra­eð­ing­ar sé þörf.

Margt hef­ur áunn­ist í efna­hags­mál­um á síð­ustu ár­um og er staða hag­kerf­is­ins á marg­an hátt góð um þess­ar mund­ir. Er nú svo kom­ið að efna­hags­leg lífs­kjör hér á landi eru með því besta sem ger­ist í heim­in­um. Hag­kerf­ið er í ága­etu jafn­vaegi, er­lend skuldastaða þjóð­ar­bús­ins góð og kaup­mátt­ur meiri en nokkru sinni áð­ur svo eitt­hvað sé nefnt. Galli upp­sveifl­unn­ar frá 2010 er að hana skort­ir fjöl­breyti­leika. Bygg­ir hún að veru­legu leyti á aukn­um gjald­eyris­tekj­um af ferða­mönn­um en önn­ur gjald­eyr­is­skap­andi starf­semi hef­ur átt und­ir högg að sa­ekja. Þannig hef­ur, svo daemi sé tek­ið, fram­leiðslu­iðn­að­ur skropp­ið sam­an en hann var um 10% af lands­fram­leiðslu þeg­ar upp­sveifl­an byrj­aði en var kom­inn í 7,8% í fyrra.

Sam­keppn­is­haefni út­flutn­ings­at­vinnu­veg­anna hef­ur versn­að um­tals­vert í þess­ari upp­sveiflu. Laun í fram­leiðslu­iðn­aði hafa haekk­að um 140% frá fyrsta árs­fjórð­ungi 2010 maelt í evr­um en til sam­an­burð­ar haekk­uðu laun í þeim hluta iðn­að­ar­ins um 20% í ESB-ríkj­un­um á sama tíma. Haekk­uðu laun hér á landi maelt í evr­um langt um­fram það sem gerst hef­ur í nokkru öðru iðn­vaeddu ríki á tíma­bil­inu. Laun í grein­inni eru nú með því haesta sem þekk­ist í sam­an­burði við önn­ur lönd og sam­keppn­is­haefni grein­ar­inn­ar því skert á al­þjóð­leg­um vett­vangi. Kem­ur þetta verst nið­ur á þeirri gjald­eyr­is­skap­andi starf­semi þar sem vaegi launa­kostn­að­ar er hátt

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.