Þarft þú að upp­fa­era taeknisjálfs­traust­ið?

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn -

Þeir sem fengu það ekki með móð­ur­mjólk­inni að laera á nýj­an hug­bún­að á hverj­um degi eiga það á haettu að lenda und­ir í sam­keppn­inni við of­ur­hrað­ann sem ein­kenn­ir taekni­fram­far­ir og við­skiptaum­hverfi nú­tím­ans. Er kom­inn tími á upp­fa­erslu á taekn­inni og mögu­lega við­horf­inu gagn­vart taekninýj­ung­um?

Alda­móta­kyn­slóð­in, sem hám­ar í sig sí­fellt staerri hluta launa­kök­unn­ar, ólst upp við að tölv­ur hafa ver­ið stór hluti af dag­legu lífi henn­ar í meira en helm­ing aevinn­ar. X-kyn­slóð­in og eldri kyn­slóð­ir telja hins veg­ar að þa­er eigi enn val um að upp­fa­era hjá sér þann hug­bún­að sem þa­er nota á hverj­um degi til þess að taka mik­ilvaeg­ar ákvarð­an­ir. Mögu­lega eru marg­ir hverj­ir enn með áfall­a­streiturösk­un síð­an Windows Vista var kynnt til sög­unn­ar og sakna í laumi Windows XP. Þeir sem enn eiga eft­ir að vera í 10-20 ár á vinnu­mark­aðn­um geta ekki set­ið eft­ir í þess­ari hröðu þró­un. Það er ekki haegt að gef­ast upp og ákveða bara að upp­fa­era ekki hvort sem um raeð­ir eig­in­lega hug­bún­að­ar­upp­fa­erslu eða bara við­horf­ið.

Góðu frétt­irn­ar eru þa­er að taekn­in auð­veld­ar okk­ur líf­ið og ger­ir okk­ur skil­virk­ari. Í dag geta fyr­ir­ta­eki til daem­is stytt af­greiðslu­tíma hverr­ar sölu heil­mik­ið með því að bjóða upp á að taka á móti snerti­laus­um greiðsl­um. Eina sem þarf er að upp­fa­era hug­bún­að­inn á pos­un­um. Þau fyr­ir­ta­eki sem ekki til­einka sér nýja taekni þeg­ar hún býðst eiga það á haettu að lenda und­ir með hnaus­þykk­an rekstr­ar­reikn­ing sem verð­ur þeim að falli.

Lyk­ill­inn að því að lenda ekki á eft­ir í kapp­hlaupi vinnu­mark­að­ar­ins er ein­fald­ur. Hann er jákvaett við­horf til breyt­inga og gott sjálfs­traust til þess að tak­ast á við taekninýj­ung­ar. Gríptu all­ar þa­er upp­fa­ersl­ur sem á vegi þín­um verða og há­m­aðu þa­er í þig. Horfðu á hjálp­ar­mynd­bönd­in, hlust­aðu á hlað­vörp­in, sökktu þér of­an í efn­ið og sigr­astu á verk­efn­un­um. Það held­ur því nefni­lega eng­inn fram að ba­by­boomers eða X-ar­arn­ir séu slak­ari náms­menn en alda­móta­kyn­slóð­in.

Taekn­in býð­ur okk­ur öll­um að laera nýja hluti á hverj­um degi og halda áfram að vaxa. Það eina sem þarf er vilj­inn og versti óvin­ur­inn er hroki og hra­eðsla við óþekk(t)ar upp­fa­ersl­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.