Eig­end­ur Pa­blo Discob­ar taka við rekstri Jamie’s

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn -

86 millj­ón­ir króna var tap­ið á rekstri Jamie’s Itali­an í fyrra.

Eig­end­ur veit­inga­stað­ar­ins Pa­blo Discob­ar og bar­anna Burro og Miami hafa tek­ið við rekstri veit­inga­stað­ar­ins Jamie’s Itali­an á Hótel Borg. Fyrr­ver­andi rekstr­ar­fé­lag Jamie’s Itali­an verð­ur tek­ið til gjald­þrota­skipta en baeði leigu­samn­ingi og sér­leyf­is­samn­ingi fé­lags­ins hef­ur ver­ið sagt upp.

Jón Hauk­ur Bald­vins­son laet­ur sam­hliða breyt­ing­un­um af störf­um sem fram­kvaemda­stjóri Jamie’s Itali­an en hann verð­ur nýj­um rekstr­ar­að­ila inn­an hand­ar fyrstu vik­urn­ar.

Þeir sem standa að nýju rekstr­ar­fé­lagi veit­inga­stað­ar­ins eru þeir Ey­þór Már Hall­dórs­son, Gunn­steinn Helgi Maríus­son, Ró­bert Ósk­ar Sig­valda­son og Samú­el Þór Her­manns­son. Anna Ma­rín Þór­ar­ins­dótt­ir er nýr rekstr­ar­stjóri.

Jón Hauk­ur var eini eig­andi Jamie’s Itali­an eft­ir að fé­lag­ið Ju­bile­um, sem rek­ur veit­inga­stað­ina Snaps við Týs­götu og Kaffi Pa­rís við Aust­ur­völl, seldu hon­um 60 pró­senta hlut í staðn­um fyrr á ár­inu.

Jón Hauk­ur seg­ir veit­inga­stað­inn hafa feng­ið af­ar góð­ar við­tök­ur eft­ir að hann var opn­að­ur í júlí í fyrra en hins veg­ar sé rekstr­ar­um­hverf­ið í veit­inga­geir­an­um erfitt. „Við höf­um feng­ið yf­ir eitt hundrað þús­und gesti frá því við opn­uð­um, sem er af­ar jákvaett, og höf­um fund­ið fyr­ir mikl­um með­byr og stuðn­ingi frá Ís­lend­ing­um. Við vor­um til að mynda einn veltu­mesti stað­ur­inn af öll­um veit­inga­stöð­um Jamie’s Itali­an-keðj­unn­ar í júlí.

Þetta hef­ur því að mörgu leyti geng­ið vel. Hins veg­ar hef­ur opn­un stað­ar­ins og rekst­ur­inn reynst dýr og við höf­um hrein­lega ver­ið und­ir­fjármagn­að­ir í of lang­an tíma,“nefn­ir Jón Hauk­ur. Ha­ekk­andi launa­kostn­að­ur hafi jafn­framt þrengt að rekstr­in­um. Síð­ustu ár hafi ver­ið erf­ið­ur tími fyr­ir veit­inga­staði, sér í lagi nýja og dýra staði líkt og Jamie’s Itali­an.

„Það verð­ur líka að segj­ast að það er lít­ið um þol­in­mótt fjár­magn í þess­um geira. Bank­arn­ir hafa hald­ið að sér hönd­um og fjár­fest­ar eru ekki reiðu­bún­ir til þess að setja mik­inn pen­ing í veit­inga­geir­ann,“nefn­ir hann.

Jón Hauk­ur seg­ir gamla rekstr­ar­fé­lag­ið hafa misst baeði leigu- og sér­leyf­is­samn­inga sína enda hafi fjár­hags­staða fé­lags­ins ver­ið orð­in þung. „Það skipt­ir hins veg­ar miklu máli að nýtt og traust rekstr­ar­fé­lag mun taka við rekstri stað­ar­ins og halda hon­um áfram. Þeir sem standa að því fé­lagi hafa mikla reynslu af veit­ing­a­rekstri og reka til daem­is Pa­blo Discob­ar, Burro og Miami bar,“nefn­ir hann. – kij

Jamie’s Itali­an var opn­að­ur í júlí­mán­uði í fyrra.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.