Að stýra ferða­þjón­ustulandi

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn -

orð­aði það þannig að í raun vaeri kom­ið upp þýskt ástand á Íslandi, nokk­uð sem aldrei hefði sést áð­ur.

Virði ferða­þjón­ust­unn­ar gríð­ar­legt

Ásta­eð­an fyr­ir þess­um við­var­andi þjóð­hags­lega sparn­aði, því að Ís­land lík­ist frek­ar Þýskalandi en Grikklandi þeg­ar að þess­um efna­hagstöl­um kem­ur, er fyrst og fremst vöxt­ur ferða­þjón­ust­unn­ar sem burð­ar­at­vinnu­grein­ar í land­inu. Ára­tug­um sam­an var ein af möntr­un­um í ís­lensku efna­hags­lífi að það þyrfti meiri fjöl­breytni í grunn­atvinnu­vegi lands­ins. Fleiri leið­ir til að búa til gjald­eyri. Sá draum­ur virt­ist stund­um fjar­la­eg­ur, en ekki leng­ur.

Auð­vit­að er vöxt­ur ferða­þjón­ust­unn­ar af­sprengi margra sam­tvinn­aðra þátta, en nið­ur­stað­an er sú að orð­in er til ný grund­vall­ar­at­vinnu­grein á Íslandi sem dael­ir meiri gjald­eyri inn í þjóð­ar­bú­ið en sjáv­ar­út­veg­ur og álfram­leiðsla sam­an­lagt. Það er grund­vall­ar­breyt­ing frá því sem áð­ur var. Grund­vall­ar­breyt­ing sem dríf­ur áfram margs kon­ar jákvaeð­ar breyt­ing­ar á efna­hags­lífi lands­ins. Ým­is ein­föld daemi má setja fram til að sýna fram á mik­ilvaegi ferða­þjón­ust­unn­ar fyr­ir þjóð­ar­bú­ið með bein­um töl­um. Eitt slíkt daemi er sú stað­reynd að bein­ar nett­ó­tekj­ur rík­is og sveit­ar­fé­laga af ferða­þjón­ustu ár­ið 2017 námu um 60 millj­örð­um króna – sem jafn­gild­ir um það bil því að ferða­þjón­ust­an hafi lagt til öll fjár­fram­lög rík­is­ins til Land­spít­al­ans það ár. En hvort sem lit­ið er á bein­ar tölu­leg­ar stað­reynd­ir eða efna­hags­þró­un er morg­un­ljóst að virði ferða­þjón­ust­unn­ar fyr­ir ís­lenskt efna­hags­líf og þjóð­ina í heild er orð­ið gríð­ar­legt. Ekki þarf að líta lengra en til fjár­laga­frum­varps­ins sem kynnt var í gaermorg­un til að lesa það svart á hvítu.

Eng­um sem fylg­ist með frétt­um dylst að und­an­farna mán­uði hef­ur haegt veru­lega á vexti ferða­þjón­ust­unn­ar. Fjöl­marg­ar frétt­ir hafa t.d. ver­ið flutt­ar af minnk­andi fjölda­töl­um. En hausa­taln­ing seg­ir ekki alla sög­una. Kostn­að­ar­haekk­an­ir, m.a. vegna geng­is- og launa­þró­un­ar, hafa stór­la­ekk­að fram­leiðni fyr­ir­ta­ekj­anna, auk þess sem sam­setn­ing ferða­manna­hóps­ins og ferða­hegð­un er að breyt­ast. Mik­ill sam­drátt­ur hef­ur orð­ið á kjarna­mörk­uð­um Ís­lands í Mið-Evr­ópu og það er áminn­ing fyr­ir stjórn­völd um að ferða­þjón­ust­an er naem fyr­ir breyt­ing­um. Hún er at­vinnu­grein sem er við­kvaem fyr­ir áföll­um. Jafn­vel áform um virð­is­auka­skatts­haekk­un, sem mörg­um þóttu ein­föld, ollu mik­illi óvissu um verð vor­ið 2017 – ein­mitt þeg­ar ferða­menn voru að velta fyr­ir sér kaup­um á sum­ar­fríi til Ís­lands, eða eitt­hvað ann­að, sumar­ið 2018. Nið­ur­stað­an sést í fjölda­töl­um sum­ars­ins. Og þeg­ar slík­ir „smá­mun­ir“hafa bein áhrif í harðri al­þjóð­legri sam­keppni get­ur hver ímynd­að sér hvaða áhrif staerri áföll geta haft á grein­ina og víð­ta­eka virð­iskeðju henn­ar.

Ára­eðni til að tryggja lífs­kjör

Eng­um get­ur dulist að gildi ferða­þjón­ust­unn­ar fyr­ir at­vinnu­líf og efna­hag Ís­lands er slíkt að til að verja eða baeta lífs­kjör lands­manna verða stjórn­mála­menn að vera til­bún­ir að taka ára­eðn­ar og jafn­vel óhefð­bundn­ar ákvarð­an­ir til að styrkja ferða­þjón­ust­una sem at­vinnu­grein. Ráð­herr­ar og aðr­ir stjórn­mála­menn, sem nú rýna í stöðu efna­hags­mála við upp­haf þings, verða að hafa það í huga við áa­etlana­gerð, baeði gagn­vart fyr­ir­sjá­an­legri fram­tíð og ekki síð­ur gagn­vart hinu óvaenta, að þeir stýra landi sem er far­ið að byggja lífs­ga­eði íbú­anna á fleiru en fiski og áli. Þeir stýra ferða­þjón­ustuland­inu Íslandi.

Ruðn­ings­leik­mað­ur­inn Col­in Ka­epernick prýð­ir aug­lýs­inga­skilti á þaki versl­un­ar Nike í San Fr­ancisco en hann er sem kunn­ugt er and­lit nýrr­ar og um­deildr­ar her­ferð­ar fram­leið­and­ans. Tal­ið er að sala á vör­um fram­leið­and­ans hafi auk­ist um naerri þriðj­ung efti

Jó­hann­es Þór Skúla­son fram­kvaemda­stjóri Sam­taka ferða­þjónst­unn­ar

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.