Bláa lón­ið í hóp staerstu hlut­hafa í Icelanda­ir

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn -

Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­ta­ek­ið er í hópi tutt­ugu staerstu hlut­hafa Icelanda­ir Group með um eins pró­sents eign­ar­hlut. Bláa lón­ið hef­ur baett veru­lega við hlut sinn und­an­far­ið og meira en þre­fald­að hluta­bréfa­eign sína í flug­fé­lag­inu frá ára­mót­um.

370

Bláa lón­ið hef­ur að und­an­förnu baett veru­lega við eign­ar­hlut sinn í Icelanda­ir Group og er núna á með­al staerstu hlut­hafa flug­fé­lags­ins með um eins pró­sents hlut. Ný­leg­ur hlut­hafalisti fé­lags­ins, sem ekki hef­ur ver­ið gerð­ur op­in­ber, sýn­ir þannig að Bláa lón­ið er kom­ið í hóp tutt­ugu staerstu eig­enda Icelanda­ir með um 50 millj­ón­ir hluta, sam­kvaemt heim­ild­um Mark­að­ar­ins. Mið­að við nú­ver­andi gengi bréfa Icelanda­ir er mark­aðsvirði hlut­ar­ins um 370 millj­ón­ir króna.

Bláa lón­ið átti í árs­lok 2017 taep­lega 14 millj­ón­ir hluta í Icelanda­ir Group og hef­ur fyr­ir­ta­ek­ið því meira en þre­fald­að hlut sinn í flug­fé­lag­inu það sem af er þessu ári. Hluta­bréfa­verð Icelanda­ir hef­ur hríð­fall­ið síð­ustu miss­eri og mán­uði og frá ára­mót­um hafa bréf fé­lags­ins laekk­að í virði um lið­lega helm­ing. Gengi bréfa fé­lags­ins, sem laekk­aði um rúm­lega þrjú pró­sent í við­skipt­um í Kaup­höll­inni í gaer, stend­ur núna í 7,3 krón­um á hlut og hef­ur ekki ver­ið laegra í naerri sex ár.

Sta­ersti hlut­hafi Icelanda­ir er Líf­eyr­is­sjóð­ur versl­un­ar­manna með um 14 pró­senta hlut en sam­an­lagt eiga ís­lensku líf­eyr­is­sjóð­irn­ir meira en helm­ings­hlut í fé­lag­inu. Inn­lend­ir einka­fjár­fest­ar hafa hins veg­ar löng­um ver­ið hverf­andi í hlut­hafa­hópi Icelanda­ir. Sam­kvaemt síð­asta op­in­bera lista yf­ir tutt­ugu staerstu hlut­hafa fé­lags­ins, sem birt­ist 31. júlí síð­ast­lið­inn, var þar að­eins að finna eign­ar­halds­fé­lag­ið Tr­að­ar­hyrnu, sem er með­al ann­ars í eigu Sam­herja, með 1,7 pró­senta hlut í gegn­um safn­reikn­ing hjá Kviku banka.

2,7 millj­arð­ar í verð­bréf­um

Vöxt­ur Bláa lóns­ins á und­an­förn­um ár­um hef­ur sem kunn­ugt er ver­ið aevin­týra­leg­ur. Tekj­ur fyr­ir­ta­ek­is­ins námu þannig rúm­lega 102 millj­ón­um evra, jafn­virði 13 millj­arða króna, á síð­asta ári og juk­ust um 25 millj­ón­ir evra á milli ára. Þá var hagn­að­ur Bláa lóns­ins um 31 millj­ón evra á ár­inu 2017 og haekk­aði um þriðj­ung frá fyrra ári. Taep­lega tveir millj­arð­ar voru greidd­ir út í arð til hlut­hafa fyrr á þessu ári.

Í árs­lok 2017 námu fjár­fest­ing­ar Bláa lóns­ins sam­tals um 20,9 millj­ón­um evra. Eign­ir í verð­bréfa­sjóð­um voru þannig um 18,7 millj­ón­ir evra á með­an bein hluta­bréfa­eign Bláa lóns­ins í skráð­um fé­lög­um í Kaup­höll­inni nam um 2,2 millj­ón­um evra í lok síð­asta árs. Þar var fyrst og fremst um að raeða hluta­bréfa­eign fyr­ir­ta­ek­is­ins í Icelanda­ir Group.

Hluta­fé­lag­ið Hvatn­ing er sta­ersti eig­andi Bláa lóns­ins með ríf­lega 39 pró­senta hlut. Fram­taks­sjóð­ur­inn Horn II, sem er í eigu líf­eyr­is­sjóða, fjár­mála­fyr­ir­ta­ekja og annarra fag­fjár­festa, á 49,45 pró­senta hlut í fé­lag­inu en Kólf­ur held­ur hins veg­ar ut­an um 50,55 pró­senta hlut í Hvatn­ingu. Eig­end­ur Kólfs eru Grím­ur Sa­em­undsen, for­stjóri og stofn­andi Bláa lóns­ins (75 pró­sent), og Eð­v­ard Júlí­us­son (25 pró­sent). Þá á eign­ar­halds­fé­lag­ið Keila 9,2 pró­senta hlut í Bláa lón­inu en það er í meiri­hluta­eigu Hvatn­ing­ar. Aðr­ir hlut­haf­ar í Keilu eru með­al ann­ars Úlf­ar Stein­dórs­son, for­stjóri Toyota á Íslandi og vara­formað­ur stjórn­ar Bláa lóns­ins, en hann er jafn­framt stjórn­ar­formað­ur Icelanda­ir Group. HS Orka er naest­sta­ersti hlut­hafi Bláa lóns­ins með um 30 pró­senta hlut.

Þá eiga Helgi Magnús­son, stjórn­ar­formað­ur Bláa lóns­ins, og Sig­urð­ur Arn­gríms­son, fjár­fest­ir og fyrr­ver­andi starfs­mað­ur Morg­an St­anley í London, einnig hvor um sig um 6,2 pró­senta hlut í fyr­ir­ta­ek­inu. hor­d­ur@fretta­bla­did.is

Verð hluta­bréfa í Icelanda­ir Group hef­ur laekk­að um meira en helm­ing frá ára­mót­um. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.