Safn­aði 7,7 millj­örð­um

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn -

WOW air hef­ur tryggt sér fjár­mögn­un upp á sam­tals 60 millj­ón­ir evra, jafn­virði um 7,7 millj­arða ís­lenskra króna, en skulda­bréfa­út­boði fé­lags­ins lauk í gaer. Í til­kynn­ingu sem flug­fé­lag­ið sendi frá sér seg­ir að það hafi nú þeg­ar selt skulda­bréf fyr­ir 50 millj­ón­ir evra og 10 millj­ón­ir evra verði seld­ar fjár­fest­um í fram­haldi af út­boð­inu. Þátt­tak­end­ur í út­boð­inu voru baeði er­lend­ir og inn­lend­ir fjár­fest­ar.

Þá hef­ur WOW air ráð­ið Ari­on banka og Arctica Fin­ance til að hefja und­ir­bún­ing að skrán­ingu hluta­bréfa fé­lags­ins inn­an 12-18 mán­aða, baeði hér­lend­is og er­lend­is.

Skulda­bréfa­út­gáf­an er hugs­uð sem brú­ar­fjármögn­un fram að áform­uðu hluta­fjárút­boði. Fjár­fest­ar sem tóku þátt í skulda­bréfa­út­boð­inu fá kauprétt að hluta­fé á 20 pró­senta af­slaetti, þeg­ar fé­lag­ið verð­ur skráð á mark­að, sem nem­ur helm­ingi af höf­uð­stól bréf­anna en kauprétt­ur­inn verð­ur að fullu fram­selj­an­leg­ur og gild­ir til fimm ára.

– hae

Skúli Mo­gensen, for­stjóri og eig­andi WOW air.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.