Guð­mund­ur mögu­lega sek­ur um „al­var­leg brot“á sam­keppn­is­lög­um

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn - Helgi Víf­ill Júlí­us­son helgi­vif­ill@fretta­bla­did.is

Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið seg­ir í frummati að það kunni að brjóta sam­keppn­is­lög að Guð­mund­ur Kristjáns­son, að­aleig­andi út­gerð­ar­inn­ar Brims, skuli hafa tek­ið við stjórn­artaum­um HB Gr­anda. Stofn­un­in lít­ur það sömu aug­um að hann skuli hafa set­ið í stjórn Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar á sama tíma og hann stýrði Brimi. Fyr­ir­ta­ek­in stunda út­flutn­ing, um 98 pró­sent af ís­lensku sjáv­ar­fangi eru seld er­lend­is.

Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið ger­ir fjór­ar al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við við­skipta­haetti Guð­mund­ar Kristjáns­son­ar, að­aleig­anda Brims og HB Gr­anda, og seg­ir að ef frummat stofn­un­ar­inn­ar sé á rök­um reist sé um að raeða „al­var­leg brot“á sam­keppn­is­lög­um.

Fram kem­ur í bréfi frá Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu, sem Markaðurinn hef­ur und­ir hönd­um, að sú staða að að­aleig­andi Brims sé for­stjóri HB Gr­anda kunni að leiða til brota á sam­keppn­is­lög­um. Guð­mund­ur tók við sem for­stjóri HB Gr­anda í júní eft­ir kaup á kjöl­festu­hlut í fyr­ir­ta­ek­inu vor. Stofn­un­in rifjar upp að í Frétta­blað­inu hafi kom­ið fram að hann hafi áhuga á að auka sam­starf á milli út­gerð­anna tveggja og að einkum sé horft til sölu- og mark­aðs­mála í þeim efn­um.

Auk þess er sagt í bréf­inu að sú staða að að­aleig­andi Brims sitji í stjórn Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar, en hann átti þriðj­ungs­hlut í fyr­ir­ta­ek­inu þar til í gaer, kunni að leiða til sam­keppn­is­brota. Sam­kvaemt til­kynn­ingu til Rík­is­skatt­stjóra hef­ur Guð­mund­ur ekki set­ið í stjórn Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar frá 10. apríl þeg­ar blás­ið var til að­al­fund­ar. Bréf­ið sem Markaðurinn hef­ur und­ir hönd­um er dag­sett 6. júlí.

Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið seg­ir að það sé var­huga­vert í sam­keppn­is­legu til­liti að sami að­ili, sem eigi allt hluta­fé í einu fé­lagi, sé á sama tíma for­stjóri fé­lags á sama mark­aði og stjórn­ar­mað­ur í því þriðja. Guð­mund­ur vildi ekki tjá sig við Mark­að­inn þeg­ar eft­ir því var leit­að.

HB Gr­andi upp­lýsti hinn 7. júlí að út­gerð­inni hefði borist er­indi frá Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu þar sem ósk­að vaeri eft­ir sjón­ar­mið­um fé­lags­ins vegna skoð­un­ar á því hvort mynd­ast hefðu yf­ir­ráð í skiln­ingi sam­keppn­islaga þeg­ar Brim eign­að­ist 34 pró­senta hlut í HB Gr­anda þann 4. maí 2018.

Hvorki til­kynnt um kaup á Ög­ur­vík né HB Gr­anda

Enn frem­ur tel­ur Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið að til­kynn­ing­ar­skyld­ur samruni kunni að hafa átt sér stað þeg­ar Brim eign­að­ist hlut í HB Gr­anda. Hann hafi ekki ver­ið til­kynnt­ur til Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins og virð­ist hafa kom­ið þeg­ar í stað til fram­kvaemda. Sömu­leið­is kunni til­kynn­ing­ar­skyld­ur samruni að hafa átt sér stað sumar­ið 2016 þeg­ar Brim eign­að­ist Ög­ur­vík. Sá mögu­legi samruni, eins og eft­ir­lit­ið orð­ar það, hafi ekki ver­ið til­kynnt­ur og virð­ist hafa kom­ið þeg­ar í stað til fram­kvaemda.

Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið seg­ir í bréf­inu að það fái ekki bet­ur séð en að HB Gr­andi, Brim, Vinnslu­stöð­in og Ög­ur­vík séu „keppi­naut­ar í skiln­ingi sam­keppn­islaga“. Kall­að var eft­ir við­brögð­um frá fyrr­nefnd­um fyr­ir­ta­ekj­um. Heið­rún Lind Marteins­dótt­ir, fram­kvaemda­stjóri Sam­taka fyr­ir­ta­ekja í sjáv­ar­út­vegi, benti á í grein í Frétta­blað­inu að 98 pró­sent af ís­lensku sjáv­ar­fangi séu seld á er­lenda mark­aði.

Afl­ar frek­ari upp­lýs­inga

Páll Gunn­ar Páls­son, fram­kvaemda­stjóri Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins, seg­ir við Mark­að­inn að mál­inu sé ólok­ið. „Í fram­haldi af fram­komn­um sjón­ar­mið­um er Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið að afla frek­ari upp­lýs­inga. Nið­ur­staða í mál­inu ligg­ur því ekki fyr­ir.“

Vak­in er at­hygli á því í bréf­inu að um samruna geti ver­ið að raeða þrátt fyr­ir að fyr­ir­ta­eki eign­ist ekki meiri­hluta í öðru fyr­ir­ta­eki. Aðal­at­rið­ið sé að meta hvort kaup­in leiði til yf­ir­ráða í öðru fyr­ir­ta­eki. „Ef kaup­andi kemst í þá stöðu að geta tek­ið mik­ilvaeg­ar ákvarð­an­ir inn­an við­kom­andi fyr­ir­ta­ekis get­ur það gef­ið skýrt til kynna að yf­ir­ráð í skiln­ingi sam­keppn­islaga hafi mynd­ast og þar með hafi samruni átt sér stað,“seg­ir Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið. Fram­kvaemd samruna geti fal­ist í því að sá sem hef­ur öðl­ast yf­ir­ráð yf­ir fyr­ir­ta­eki sest í stjórn þess og knýi fram breyt­ing­ar. „Af þessu leið­ir óhjákvaemilega að það er a.m.k. mik­il laga­leg áhaetta fólg­in í því ef fyr­ir­ta­eki (eða eig­andi þess) á full­trúa í stjórn eða stjórn­un­ar­stöðu hjá keppi­naut sín­um.“

Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið tel­ur að til­kynn­ing­ar­skyld­ur samruni kunni að hafa átt sér stað þeg­ar út­gerð­ar­fyr­ir­ta­ek­ið Brim eign­að­ist kjöl­festu­hlut í HB Gr­anda í vor. Hann hafi ekki ver­ið til­kynnt­ur til Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

Guð­mund­ur Kristjáns­son, for­stjóri HB Gr­anda.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.