Á kafi í umbreyt­ingu á rekstri fyr­ir­ta­ekja

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn - Helgi Víf­ill Júlí­us­son helgi­vif­ill@fretta­bla­did.is

Jón Dið­rik Jóns­son seg­ir að af­þrey­ing­ar­fyr­ir­ta­ek­ið Sena hafi stokk­að upp við­skipta­mód­el­ið þrisvar frá ár­inu 2009. Tekj­ur Smára­bíós juk­ust á milli ára í fyrra. Hann seg­ir að Skelj­ung­ur hafi enn frem­ur dreg­ið úr rekstr­ar­kostn­aði frá ár­inu 2014 þrátt fyr­ir launa­skr­ið. Oft höf­um við átt í viðra­eð­um við tón­list­ar­menn og allt er klapp­að og klárt en á síð­ustu stundu ákveða þeir að hnika til áfanga­stöð­um í tóna­leika­ferð­inni og þá dett­um við út.

Jón Dið­rik Jóns­son kem­ur að tveim­ur þekkt­um fyr­ir­ta­ekj­um sem hafa á und­an­förn­um ár­um geng­ið í gegn­um um­tals­verð­ar breyt­ing­ar til að stand­ast tím­ans tönn og ekki sér fyr­ir end­ann á þeirri vinnu. Hann er fram­kvaemda­stjóri og eig­andi Senu, sem með­al ann­ars á Smára­bíó og átti áð­ur Skíf­una, og er stjórn­ar­formað­ur Skelj­ungs. Af­þrey­ingar­iðn­að­ur­inn hef­ur siglt í gegn­um storm­viðri sem rekja má til ólög­legs nið­ur­hals og síð­ar inn­reið­ar Amazon, Net­flix og Spotify. Af þeim sök­um hef­ur þurft að end­ur­skipu­leggja rekst­ur Senu þrisvar frá ár­inu 2009 og við­skipta­mód­el­ið ver­ið stokk­að upp á nýtt. Olíu­fé­lög­in glíma við að skip og bíl­ar verða sí­fellt spar­neytn­ari og ae fleiri bíl­ar verða knún­ir af raf­magni eða öðr­um um­hverf­is­vaen­um orku­gjöf­um þeg­ar fram líða stund­ir. Starfs­um­hverfi fyr­ir­ta­ekj­anna er því að taka stakka­skipt­um. Jón Dið­rik tek­ur því með stök­ustu ró og bend­ir á að flest­ar at­vinnu­grein­ar þurfi að glíma við sí­breyti­legt starfs­um­hverfi.

„Á þeim tíma var ég ný­bú­inn að fjár­festa í Capacent og unn­ið var að því að koma fyr­ir­ta­ekj­a­ráð­gjöf á kopp­inn. Ráð­gjafi Dags­brún­ar átti að selja Sagafilm og Senu og spurði hvort ég hefði áhuga á fyr­ir­ta­ekj­un­um. Ég ákvað að skoða Senu nán­ar – í aðra rönd­ina til að at­huga hvernig ráð­gjaf­ar við söl­una ynnu sína vinnu.

Mér þótti verk­efn­ið spenn­andi því um var að raeða af­þrey­ing­ar­fyr­ir­ta­eki og umbreyt­ing­ar­verk­efni. En ég hef unn­ið mik­ið við umbreyt­ingu og mark­aðs­setn­ingu, allt frá því ég starf­aði al­þjóð­lega hjá Coca-Cola og síð­ar hjá Öl­gerð­inni. Sena stóð illa á þeim tíma rétt eins og flest fyr­ir­ta­eki eft­ir banka­hrun. Lands­bank­inn sem hugð­ist fjár­magna rekst­ur­inn féll frá því og það þurfti leggja fé í fyr­ir­ta­ek­ið áð­ur en haegt var að fara í áreið­an­leika­könn­un. Við Magnús Bjarna­son, með­eig­andi minn á þeim tíma, tók­um veð í geisladisk­um, bíósa­et­um, popp­vél­um og fleiru og lét­um vaða. Við hefð­um getað end­að á Perlu­mark­aðn­um með gott úr­val ef þetta hefði far­ið illa,“seg­ir Jón Dið­rik og kím­ir.

Fyrsti sprett­ur­inn

„Fyrsti sprett­ur­inn fór í að selja eign­ir, end­ur­meta efna­hag­inn og faera nið­ur eign­ir sem hafði ver­ið lát­ið hjá líða í upp­sveifl­unni. Við urð­um að selja Skíf­una, sem Sena hafði tek­ið upp í skuld­ir, í snar­heit­um því Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið hafði ekki heim­il­að yf­ir­tök­una og rekst­ur­inn stóð ekki und­ir sér. Það þurfti jafn­framt að loka Regn­bog­an­um sem tap­aði há­um fjár­haeð­um í hverj­um mán­uði. Þar er nú rek­ið rík­is- og borg­ar­styrkt Bíó Para­dís. Sena á einnig Smára­bíó sem hef­ur ávallt geng­ið nokk­uð vel.

Naesti sprett­ur fór í að ná betri tök­um á rekstr­in­um. Við rák­um stóra sölu­deild fyr­ir DVD-diska og geisladiska, ásamt því að vera með um­boð til að selja kvik­mynd­ir. Haf­ist var handa við að leita leiða um hvernig haegt vaeri að selja efni í fleiri efn­is­gátt­ir en í kvik­mynda­hús og sjón­varp þeg­ar ljóst var að sala til versl­ana myndi fara að skreppa mik­ið sam­an. Á þeim tíma átt­uð­um við okk­ur á að sam­keppni frá fyr­ir­ta­ekj­um á borð við Net­flix og Spotify vaeri yf­ir­vof­andi en fyr­ir­ta­ek­in höfðu ekki enn sprott­ið fram á mark­aðn­um. Af þeim sök­um var með­al ann­ars fjár­fest í tón­list­ar­vefn­um tonlist.is og hljóð­bóka­fyr­ir­ta­ek­inu Skynj­un, sem nú er orð­ið að hinu sa­enska Stor­ytel. Sömu­leið­is var reynt að kaupa Miða.

is en

Sena Li­ve skipu­lagði tón­leika Just­ins Timberla­ke og nafna hans Bie­bers á Íslandi. Timberla­ke vildi ljúka tón­leika­ferða­lagi sínu hér á landi ár­ið 2014 og Bie­ber hafði sömu­leið­is sér­stak­an áhuga á að spila á Islandi ár­ið 2016. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ

„Það er áhyggju­efni hvað það eru mörg fyr­ir­ta­eki á hluta­bréfa­mark­aði þar sem krafta einka­fjár­festa nýt­ur ekki við,“seg­ir Jón Dið­rik Jóns­son, stjórn­ar­formað­ur Skelj­ungs. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.