Fé­lag Pét­urs í Eykt hagn­ast um 2,2 millj­arða

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn -

Mó­koll­ur, fé­lag Pét­urs Guð­munds­son­ar, hagn­að­ist um rúma 2,2 millj­arða króna á ár­inu 2017 en það er þriðj­ungi meiri hagn­að­ur en ár­ið á und­an. Mestu mun­ar um mats­breyt­ingu fast­eigna sem var 1,4 millj­arð­ar á síð­asta ári en um 750 millj­ón­ir ár­ið 2016.

Mó­koll­ur er fjár­fest­ing­ar­fé­lag sem er að fullu í eigu Pét­urs og fjár­fest­ir einkum í fé­lög­um tengd­um bygg­ingar­iðn­aði og fast­eigna­rekstri. Inn­an sam­sta­eð­unn­ar eru sautján fé­lög, þar á með­al bygg­ing­ar­verktak­inn Eykt. Verð­ma­et­asta eign Mó­kolls er hót­el­bygg­ing­in við Höfða­torg sem er bók­faerð á átta millj­arða. Þá er skrif­stofu­húsna­eð­ið við Höfða­torg sem hýs­ir skrif­stof­ur Reykja­vík­ur­borg­ar bók­fa­ert á 4,2 millj­arða króna og at­vinnu­húsna­eð­ið að Foss­hálsi 25 á 2,3 millj­arða. Alls nema eign­ir Mó­kolls rúm­um 30 millj­örð­um króna og eig­ið féð 11,7 millj­örð­um. Pét­ur baetti ný­lega við hlut sinn í Steypu­stöð­inni. Hann keypti 40 pró­sent og jók þannig hlut sinn upp í 90 pró­sent. – tfh

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.