Fé­lag Gísla Hauks­son­ar hagn­ast um 84 millj­ón­ir

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn -

Hagn­að­ur fjár­fest­ing­ar­fé­lags Gísla Hauks­son­ar, ann­ars stofn­enda GAMMA, jókst um 66 millj­ón­ir króna á milli ára og var 84 millj­ón­ir króna ár­ið 2017. Mestu skipt­ir að arð­greiðsl­ur til AEg­is In­vest juk­ust úr 34 millj­ón­um í 99 millj­ón­ir króna. GAMMA, sem Gísli á þriðj­ungs­hlut í, greiddi hlut­höf­um 300 millj­ón­ir króna í arð fyr­ir rekstr­ar­ár­ið 2016 en mun ekki greiða arð fyr­ir ár­ið 2017.

List­mun­ir í eigu AEg­is In­vest voru metn­ir á 98 millj­ón­ir króna í bók­um fé­lags­ins við árs­lok og eru bók­faerð­ir á kostn­að­ar­virði. Eig­in­fjár­hlut­fall fjár­fest­inga­fé­lags­ins jókst úr 27 pró­sent­um ár­ið 2016 í 37 pró­sent ár­ið 2017. Eig­ið fé fyr­ir­ta­ek­is­ins jókst um 84 millj­ón­ir króna á milli ára og nam 148 millj­ón­um króna við árs­lok. Eign­ir AEg­is In­vest námu 428 millj­ón­um króna í fyrra og juk­ust um 156 millj­ón­ir króna. Fjár­fest­inga­fé­lag­ið keypti hluta­bréf fyr­ir 75 millj­ón­ir króna í fyrra og jókst bók­fa­ert virði hluta­bréfa sem því nem­ur í 131 millj­ón króna. Um er að raeða fjög­ur fé­lög, þar á með­al eign­ar­hlut í GAMMA. Kvika vinn­ur að kaup­um á GAMMA fyr­ir allt að 3,75 millj­arða króna. – hvj

Gísli Hauks­son, ann­ar stofn­enda GAMMA.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.