Velta Korta­þjón­ust­unn­ar tvö­fald­að­ist

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn -

Rekstr­ar­tekj­ur Korta­þjón­ust­unn­ar námu ríf­lega 4,5 millj­örð­um króna á síð­asta ári og naer tvö­föld­uð­ust frá fyrra ári þeg­ar þa­er voru taep­ir 2,3 millj­arð­ar króna, að því er fram kem­ur í árs­reikn­ingi faerslu­hirð­ing­ar­fyr­ir­ta­ek­is­ins fyr­ir síð­asta ár.

Korta­þjón­ust­an tap­aði 1,6 millj­örð­um króna í fyrra, eins og áð­ur hef­ur ver­ið upp­lýst um, en fé­lag­ið stóð frammi fyr­ir al­var­leg­um fjár­hags­vanda í kjöl­far greiðslu­stöðv­un­ar breska flug­fé­lags­ins Mon­arch síð­asta haust. Ís­lenska fé­lag­ið var á með­al átta fé­laga sem sáu um faerslu­hirð­ingu fyr­ir Mon­arch.

Fram kem­ur í árs­reikn­ingn­um að í kjöl­far greiðslu­stöðv­un­ar flug­fé­lags­ins hafi óvissa ríkt um upp­gjör á milli Korta­þjón­ust­unn­ar og korta­sam­steyp­anna Ma­stercard og VISA en óviss­an felst með­al ann­ars í upp­gjöri eigna sem standa á móti skuld­um vegna faerslu­hirð­ing­ar Mon­arch. Er heild­ar­fjár­haeð óvissra eigna tal­in nema um 300 millj­ón­um króna en í árs­reikn­ingn­um er tek­ið fram að stjórn­end­ur Korta­þjón­ust­unn­ar hafi unn­ið ná­ið með korta­sam­steyp­un­um til þess að leysa mál­ið.

Hafa stjórn­end­urn­ir gert „ráð­staf­an­ir til trygg­ing­ar þeirri óvissu sem kann að tengj­ast þess­um upp­gjör­um“, eins og það er orð­að, en gert er ráð fyr­ir að end­an­legt upp­gjör Korta­þjón­ust­unn­ar vegna greiðslu­stöðv­un­ar Mon­arch liggi fyr­ir í byrj­un naesta árs.

Sem kunn­ugt er keyptu Kvika banki og hóp­ur einka­fjár­festa Korta­þjón­ust­una á eina krónu í fyrra og lögðu fé­lag­inu um leið til naerri 1.500 millj­ón­ir í nýtt hluta­fé.

Eins og Mark­að­ur­inn greindi frá í vor gaf faerslu­hirð­ing­ar­fyr­ir­ta­ek­ið út áskrift­ar­rétt­indi til fé­laga í eigu ann­ars veg­ar Gunn­ars M. Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi for­stöðu­manns hug­bún­að­ar­sviðs Korta­þjón­ust­unn­ar, og hins veg­ar hjón­anna Jó­hann­es­ar Inga Kol­beins­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvaemda­stjóra, og Andr­eu Krist­ín­ar Jóns­dótt­ur að allt að fjórð­ungs­hlut í fé­lag­inu.

Er fé­lög­un­um tveim­ur fyrst heim­ilt að nýta rétt­ind­in þann 1. nóv­em­ber ár­ið 2020, að því er fram kem­ur í árs­reikn­ingn­um, en rétt­ind­in gilda til sjö ára frá út­gáfu þeirra. – kij

Bjög­vin Skúli Sig­urðs­son, for­stjóri Korta­þjón­ust­unn­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.