Heim­ilt að haekka hluta­fé WOW air um helm­ing

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn -

Sam­þykkt var á hlut­hafa­fundi WOW air í síð­ustu viku að heim­ila stjórn flug­fé­lags­ins að haekka hluta­fé þess um allt að helm­ing til þess að maeta út­gáfu áskrift­ar­rétt­inda að hlut­um í fé­lag­inu.

Hlut­hafa­fund­ur­inn heim­il­aði jafn­framt stjórn fé­lags­ins að gefa út áskrift­ar­rétt­indi inn­an naestu fimm ára. Er stjórn­inni heim­ilt að haekka hluta­fé WOW air – til samra­em­is við út­gef­in áskrift­ar­rétt­indi – um taep­lega 81 millj­ón króna að nafn­virði. Til sam­an­burð­ar er heild­ar­hluta­fé flug­fé­lags­ins 162 millj­ón­ir króna.

Skúli Mo­gensen, for­stjóri og stofn­andi WOW air, er sem kunn­ugt er eini eig­andi flug­fé­lags­ins.

Fram kem­ur

í til­kynn­ingu flug­fé­lags­ins til fyr­ir­ta­ekj­a­skrár, sem Markaðurinn hef­ur und­ir hönd­um, að hvorki hlut­haf­ar né stjórn muni hafa for­gangs­rétt að áskrift að nýj­um hlut­um í fé­lag­inu. Er það stjórn­in sem ákveð­ur hverj­ir fá rétt til áskrift­ar.

WOW air tryggði sér fjár­mögn­un upp á sam­tals 60 millj­ón­ir evra, jafn­virði 7,6 millj­arða króna, í skulda­bréfa­út­boði fé­lags­ins sem lauk um miðj­an síð­asta mán­uð. Hef­ur fé­lag­ið ráð­ið Ari­on banka og Arctica Fin­ance til þess að und­ir­búa skrán­ingu hluta­bréfa fé­lags­ins inn­an tólf til átján mán­aða, baeði hér­lend­is og er­lend­is. – kij

Skúli Mo­gensen, for­stjóri WOW air

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.