Sig­urð­ur Pálmi kaup­ir þrjár Bónusversl­an­ir

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn -

Sig­urð­ur Pálmi Sig­ur­björns­son, fyrr­ver­andi fram­kvaemda­stjóri Sports Direct á Íslandi, er að kaupa þrjár Bónusversl­an­ir af Hög­um. Til stend­ur að halda þar áfram versl­un­ar­rekstri. Sala eign­anna á með­al skil­yrða Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins.

Sig­urð­ur Pálmi Sig­ur­björns­son, fyrr­ver­andi fram­kvaemda­stjóri Sports Direct á Íslandi og ann­ar eig­enda Box­ins, vef­versl­un­ar sem sel­ur mat og aðr­ar nauð­synja­vör­ur, er að ganga frá kaup­um á þrem­ur Bónusversl­un­um á höf­uð­borg­ar­svaeð­inu af smá­söl­uris­an­um Hög­um, sam­kvaemt heim­ild­um Mark­að­ar­ins. Til stend­ur að halda þar áfram sam­ba­eri­leg­um rekstri en ekki ligg­ur fyr­ir und­ir hvaða merki versl­an­irn­ar verða rekn­ar.

Þa­er Bónusversl­an­ir sem um raeð­ir eru stað­sett­ar á Hall­veig­ar­stíg, í Faxa­feni og Skeif­unni. Sala á versl­un­um var á með­al þeirra fjöl­mörgu skil­yrða Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins sem Hag­ar sam­þykktu að und­ir­gang­ast í síð­asta mán­uði í tengsl­um við kaup fé­lags­ins á Olís. Þá setti Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið kaup­un­um einnig þau skil­yrði að Hög­um yrði gert að selja fimm eldsneyt­is­stöðv­ar Olís og ÓB.

Sig­urð­ur Pálmi sagð­ist að­spurð­ur ekk­ert geta tjáð sig um við­skipt­in í sam­tali við Mark­að­inn.

Samn­ing­ur vegna kaup­anna á Bónusversl­un­un­um hef­ur þeg­ar ver­ið und­ir­rit­að­ur en Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið vinn­ur nú að því að meta haefi kaup­enda að eign­un­um. Von­ir standa til að því haef­is­mati verði lok­ið í síð­asta lagi­um miðj­an nóv­em­ber. Í sátt Haga og Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins er sem daemi gerð sú krafa að kaup­and­inn búi yf­ir „naegj­an­legri þekk­ingu, fjár­hags­styrk og hvata til þess að lík­legt sé að hann geti baeði til skemmri og lengri tíma veitt keppi­naut­um um­tals­vert sam­keppn­is­legt að­hald“.

Sig­urð­ur Pálmi stýrði versl­un Sports Direct á Íslandi um sex ára skeið en breska íþrótta­vöru­keðj­an Sports Direct keypti 60 pró­senta hlut Rhapso­dy In­vest­ments, móð­ur­fé­lags versl­un­ar­inn­ar í Kópa­vogi, í byrj­un þessa árs. Nam kaup­verð­ið um 2,5 millj­ón­um punda, jafn­virði 365 millj­óna ís­lenskra króna, að því er fram kom í árs­reikn­ingi bresku keðj­unn­ar fyr­ir síð­asta rekstr­ar­ár sem lauk í apríl. Selj­end­ur eign­ar­hlut­ar­ins voru Sig­urð­ur Pálmi og fjöl­skylda.

NDS, rekstr­ar­fé­lag versl­un­ar­inn­ar á Íslandi, hagn­að­ist um ríf­lega 135 millj­ón­ir á rekstr­ar­ár­inu frá maí 2016 til apríl 2017 og tvö­fald­að­ist hagn­að­ur­inn á milli rekstr­ar­ára. Þá nam velta NDS taep­lega 1.050 millj­ón­um á tíma­bil­inu. Versl­un Sports Direct á Íslandi, sem var opn­uð ár­ið 2012, var í frétt Sunday Ti­mes haust­ið 2017 sögð sú arð­ba­er­asta sem rek­in vaeri und­ir merkj­um Sports Direct en þa­er eru alls um 700 tals­ins í 19 Evr­ópu­ríkj­um.

Sig­urð­ur Pálmi er son­ur Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, að­aleig­enda 365 miðla, sem með­al ann­ars á og rek­ur Fréttablaðið. Frá því var greint á vef Frétta­blaðs­ins í gaermorg­un að fé­lag­ið 365 miðl­ar hefði selt all­an hlut sinn í Sýn fyr­ir taepa tvo millj­arða króna og sam­tím­is keypt ríf­lega þriggja pró­senta hlut í Hög­um fyr­ir hátt í 1,8 millj­arða. Fyr­ir við­skipt­in voru 365 miðl­ar þriðji staersti hlut­hafi Sýn­ar með taep­lega 11 pró­senta hlut.

Fé­lög tengd þeim hjón­um Ingi­björgu og Jóni Ás­geiri Jó­hann­es­syni áttu fyr­ir kaup­in í gaer um tveggja pró­senta hlut í Hög­um, einkum í gegn­um fjár­mögn­un hjá Kviku banka, sam­kvaemt heim­ild­um Frétta­blaðs­ins. hor­d­ur@fretta­bla­did.is

Á með­al þeirra versl­ana sem Hög­um var gert að selja var Bón­us við Hall­veig­ar­stíg.FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR

Sig­urð­urPálmi Sig­ur­björns­son.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.