Vaxta­greiðsl­ur í sögu­legu lág­marki

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn -

Það sa­et­ir tíð­ind­um að skulda­hlut­fall­ið hef­ur ekki ver­ið svona lágt síð­an ár­ið 1992 en þá voru 30,9 pró­sent eigna lands­manna í skuld. 4,5 pró­sent tekna fóru í að greiða af fast­eignalán­um ár­ið 2017, sem var 0,5 pró­sentu­stig­um laegra hlut­fall en ár­ið 2016.

Vaxta­greiðsl­ur af fast­eignalán­um sem hlut­fall af laun­um, hlunn­ind­um, líf­eyri, trygg­inga­bót­um og öðr­um tekj­um sem ekki telj­ast til fjár­magn­stekna vega nú minna en nokk­urn tím­ann síð­an 1992. Þetta kem­ur fram í grein Páls Kol­beins, rekstr­ar­hag­fra­eð­ings hjá rík­is­skatt­stjóra, í sept­em­ber­tölu­blaði Tí­und­ar sem emba­ett­ið gef­ur út.

Páll bend­ir á að um 4,5 pró­sent tekn­anna hafi far­ið í að greiða af fast­eignalán­um ár­ið 2017, sem var 0,5 pró­sentu­stig­um laegra hlut­fall en ár­ið 2016. Þetta hlut­fall hafi far­ið í 6,6 pró­sent í botni krepp­unn­ar á ár­un­um 2009 og 2010. „Lands­menn vörðu minni hluta tekna sinna til að greiða vexti af fast­eignalán­um ár­ið 2017 en þeir gerðu að jafn­aði á ár­un­um 1992 til 2002,“skrif­ar Páll.

Þá hafa skuld­ir laekk­að sem hlut­fall af tekj­um lands­manna en það stóð í 106 pró­sent­um ár­ið 2017 og laekk­aði um 6,6 pró­sentu­stig á milli ára. „Stað­an hef­ur ger­breyst frá þeim tíma sem þjóð­in glímdi við eft­ir­mála hruns­ins en ár­ið 2010 hefði það tek­ið menn hátt í tvö ár að greiða nið­ur skuld­irn­ar,“skrif­ar hann. Þá var hlut­fall skulda af tekj­um 191 pró­sent en með­al­tal ár­anna 1992 til 2002 var taep­lega 104 pró­sent.

Skulda­hlut­fall­ið einnig lágt

Eig­ið fé lands­manna var 3.925 millj­arð­ar í árs­lok 2017 og þá hafði það auk­ist um rúma 672 millj­arða á milli ára eða 20,6 pró­sent. Ha­ekk­un eig­in­fjár er að sögn Páls ekki vegna pen­inga sem lands­menn hafa lagt til hlið­ar á reikn­ing­um eða í sjóð held­ur má rekja bróð­urpart­inn til haekk­un­ar á fast­eigna­verði. Um þriðj­ung­ur eigna lands­manna var í skuld eða 32,1 pró­sent.

„Það sa­et­ir tíð­ind­um að skulda­hlut­fall­ið hef­ur ekki ver­ið svona lágt síð­an ár­ið 1992 en þá voru 30,9 pró­sent eigna lands­manna í skuld,“skrif­ar Páll en með­al­tal ár­anna 1992 til 2002 var 36,6 pró­sent.

Hann rek­ur það að hlut­fall­ið hafi tek­ið að haekka lít­il­lega upp úr alda­mót­um en upp úr miðj­um fyrsta ára­tugn­um hafi eigna­verð haekk­að til jafns við skuld­irn­ar og því hafi hlut­fall­ið hald­ist að mestu stöð­ugt fram að hruni. Þá hafi það haekk­að snar­lega þeg­ar eign­ir féllu í verði en skuld­ir héldu verð­gildi sínu. Ár­ið 2010 stóð hlut­fall­ið í rúm­um 54 pró­sent­um. „Síð­an hef­ur skulda­hlut­fall­ið laekk­að og nú er það sem fyrr seg­ir með því laegsta sem hef­ur sést.“

Heild­ar­eign­ir lands­manna voru metn­ar á 5.785 millj­arða í árs­lok 2017 og juk­ust um 723 millj­arða á milli ára, eða sem nem­ur 14,3 pró­sent­um. Sem áð­ur sagði vó ha­ekk­un á íbúð­ar­húsna­eðisverði þyngst í eigna­aukn­ing­unni. Mats­verð fast­eigna haekk­aði um 597 millj­arða á milli ára eða 15,3 pró­sent og má því rekja um 82,6 pró­sent eigna­aukn­ing­ar­inn­ar til haekk­un­ar á fast­eign­um og ein 4,3 pró­sent til haekk­un­ar á verð­ma­eti bif­reiða. Merk­ir Páll að raun­virði eigna hafi aldrei ver­ið haerra, en það var nú 421 millj­arði haerra en það var ár­ið 2007. – tfh

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.