Vog­un­ar­sjóð­irn­ir og Kaupþing höfðu áhyggj­ur af því að Valitor yrði ekki rétt verð­lagt í út­boð­inu

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn -

Afstaða vog­un­ar­sjóð­anna Attestor, Och-Ziff og Taconic og Kaupþings, ásamt ráð­gjöf­um fé­lags­ins, var sú að það vaeri til þess fall­ið að auka áhuga er­lendra fjár­festa á því að taka þátt í hluta­fjárút­boði bank­ans ef Valitor yrði að­skil­ið frá sam­sta­eð­unni. Af­koma af und­ir­liggj­andi rekstri Valitors hefði ver­ið dra­em síð­ustu ár og þá vaeru í gangi dóms­mál sem höfð­uð hefðu ver­ið á hend­ur fé­lag­inu, þar sem kraf­ist vaeri millj­arða króna í skaða­ba­et­ur, og hefðu ekki ver­ið til lykta leidd.

Hlut­haf­arn­ir drógu auk þess í efa að raun­veru­legt mark­aðsvirði Valitors yrði að fullu verð­lagt þeg­ar korta­fyr­ir­ta­ek­ið yrði selt, sem hluti af sam­sta­eð­unni, í út­boð­inu enda vaeri verð­lagn­ing fyr­ir­ta­ekja í greiðslumiðl­un mun haerri um þess­ar mund­ir en í banka­starf­semi.

Þannig vaeri ljóst að hlut­haf­ar Ari­on banka gaetu feng­ið haerra verð fyr­ir óbein­an eign­ar­hlut sinn í korta­fyr­ir­ta­ek­inu með því að að­greina fyrst fyr­ir­ta­ek­ið frá bank­an­um, „vinna með það“eitt og sér á allra naestu ár­um, eins og einn við­ma­elandi Mark­að­ar­ins orð­aði það, og auka þannig virði þess. yrði því baeði Kaupþingi og rík­inu til hags­bóta.

Í drög­um að skrán­ing­ar­lýs­ingu fyr­ir út­boð Ari­on banka, sem eru dag­sett þann 15. sept­em­ber í fyrra, var tek­ið fram að bank­inn vaeri að vega og meta ýmsa mögu­leika þeg­ar kaemi að dótt­ur­fé­lagi hans, Valitor, eins og opna sölu á korta­fyr­ir­ta­ek­inu eða arð­greiðslu á hlut­un­um í fé­lag­inu til hlut­hafa bank­ans.

„Ása­eld­ust“Valitor

Einnig var í drög­un­um upp­lýst um áð­ur­nefnd­an kauprétt vog­un­ar­sjóð­anna og Goldm­an Sachs og nefnt að kaup- og sölu­verð þeirra hluta­bréfa sem kauprétt­ur­inn naeði til naemi ákveðnu marg­feldi af bók­faerðu virði und­ir­liggj­andi eig­in fjár hlut­hafa Valitors.

Banka­sýsl­an tel­ur að kaup- og sölu­verð­ið hafi ver­ið und­ir raun­virði hluta­fjár Valitors mið­að við sam­ba­eri­leg fyr­ir­ta­eki á hluta­bréfa­mark­aði og því verði sem feng­ist fyr­ir fé­lag­ið í heild sinni í opnu sölu­ferli. Ljóst sé að fjár­festa­hóp­ur­inn virð­ist „ása­el­ast Valitor sér­stak­lega“en í því sam­bandi er þess get­ið að baeði Attestor og Taconic hafi öðl­ast heim­ild af hálfu Fjár­mála­eft­ir­lits­ins til þess að eign­ast til sam­ans meiri­hluta í Valitor og staerri hlut í fé­lag­inu held­ur en vog­un­ar­sjóð­irn­ir héldu á með bein­um haetti í Ari­on.

Banka­sýsl­an skýrði Ari­on frá því um miðj­an júlí á síð­asta ári að stofn­un­in myndi greiða at­kvaeði gegn til­lögu um arð­greiðslu á hlut­hafa­fundi. Taldi stofn­un­in að leggja hefði átt „vel ígrund­að mat“á kosti og galla þess að ráð­stafa eign­ar­hlut­um í Valitor og hvort best vaeri að selja eign­ar­hlut bank­ans í korta­fyr­ir­ta­ek­inu í heilu lagi í opnu ferli þannig að tryggt yrði að mark­aðs­verð feng­ist fyr­ir hlut­inn.

Í því sam­hengi bend­ir stofn­un­in á að all­ar ný­leg­ar söl­ur á fé­lög­um í svip­uð­um rekstri og Valitor hafa far­ið þannig fram að fé­lög­in séu seld í heilu lagi.

Var það mat Banka­sýsl­unn­ar að stjórn Ari­on hefði mátt horfa sér­stak­lega til um­deildr­ar sölu Lands­bank­ans á 31 pró­sents hlut í Borg­un ár­ið 2014 en í bréfi stofn­un­ar­inn­ar til Ari­on voru stjórn­ar­haett­ir bank­ans gagn­rýnd­ir að þessu leyti.

Hösk­uld­ur H. Ólafs­son, banka­stjóri Ari­on banka, sendi í kjöl­far­ið Lár­usi Blön­dal, stjórn­ar­for­manni Banka­sýsl­unn­ar, bréf þar sem hann vís­aði á bug áð­ur­nefnd­um full­yrð­ing­um stofn­un­ar­inn­ar.

Mót­ma­eli Banka­sýsl­unn­ar við að­grein­ingu Valitors þýddu að eitt af skil­yrð­um stjórn­ar bank­ans, sem laut að sam­þykki allra hlut­hafa, var þar með ekki upp­fyllt. Var stofn­un­in upp­lýst síð­sum­ars 2017 um að mál­ið vaeri kom­ið af dag­skrá stjórn­ar­inn­ar.

Lof­aði að leggja til auk­ið fé

Í byrj­un des­em­ber­mán­að­ar barst stofn­un­inni hins veg­ar af­rit af bréfi Attestor til Ari­on banka ásamt lög­fra­eði­legri álits­gerð frá lög­manns­stof­unni Rétti. Í umra­eddu bréfi álykt­ar Attestor að það sé hags­mun­um bank­ans og hlut­hafa hans fyr­ir bestu að stjórn­in sam­þykki sem fyrst að greiða út hluti Ari­on í Valitor sem arð. Mik­il haetta vaeri á því að verð­ma­eti Valitors hríð­falli (e. will be destroyed) á naestu einu til tveim­ur ár­um. Auk þess seg­ist vog­un­ar­sjóð­ur­inn vera reiðu­bú­inn til þess að leggja Valitor til á bil­inu 40 til 50 millj­ón­ir dala í auk­ið hluta­fé að því gefnu að arð­greiðsl­an fari fram.

Sá sem tal­aði einkum fyr­ir því af hálfu vog­un­ar­sjóð­anna að Valitor yrði að­greint frá bank­an­um fyr­ir út­boð­ið var mað­ur að nafni Pier­re Bour, að því er fram hef­ur kom­ið í Mark­að­in­um. Hann var með­eig­andi Attestor þar til fyrr á þessu ári þeg­ar hann lét af störf­um.

Í álits­gerð Rétt­ar, sem fjall­að er um í minn­is­blaði Banka­sýsl­unn­ar, var kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að heim­ild full­trúa Banka­sýsl­unn­ar í stjórn bank­ans til þess að beita neit­un­ar­valdi gegn öll­um við­skipt­um á milli Ari­on ann­ars veg­ar og Kaupþings og

Valitor hef­ur vax­ið hratt á und­an­förn­um ár­um, með­al ann­ars með yf­ir­tök­um á bresk­um fyr­ir­ta­ekj­um. Korta­fyr­ir­ta­ek­ið skil­aði um 1.483 millj­óna króna rekstr­artapi í fyrra en gert er ráð fyr­ir því í rekstr­aráa­etl­un fé­lags­ins að rekst­ur­inn verði orð­inn arð­ba­er inn­an naestu fimm ára. NORDICPHOTOS/GETTY

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.