Atlantsol­ía að kaupa fimm bens­ín­stöðv­ar af Olís

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn -

Atlantsol­ía, sem er minnsta olíu­fé­lag lands­ins, vinn­ur að kaup­um á bens­ín­stöðv­um af Olís, sam­kvaemt heim­ild­um Mark­að­ar­ins. Fyr­ir­ta­ek­ið rek­ur í dag nítj­án sjálfsaf­greiðslu­stöðv­ar á land­inu öllu.

Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið setti það sem skil­yrði að Olís yrði að selja fimm bens­ín­stöðv­ar á höf­uð­borg­ar­svaeð­inu, tvaer þjón­ustu­stöðv­ar og þrjár sjálfsaf­greiðslu­stöðv­ar, við samrun­ann við Haga. Þá er einnig gerð krafa um að rekst­ur og eign­ir Olís-versl­un­ar­inn­ar í Stykk­is­hólmi sem tengj­ast dag­vöru­sölu verði seld­ur. Hag­ar og Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið und­ir­rit­uðu sátt þess efn­is í sept­em­ber en nú er unn­ið að því að meta haefi kaup­enda að eign­un­um. Áa­etl­að er að því haef­is­mati verði lok­ið um miðj­an naesta mán­uð.

Guð­rún Ragna Garð­ars­dótt­ir, fram­kvaemda­stjóri Atlantsol­íu, vildi ekki tjá sig um við­skipt­in við Mark­að­inn þeg­ar eft­ir því var leit­að.

Fram kom í Mark­aðn­um í janú­ar að eig­end­ur Atlantsol­íu hafi sett fyr­ir­ta­ek­ið í form­legt sölu­ferli en haett var við þau áform fyrr á ár­inu.

Atlantsol­ía er í eigu Guð­mund­ar Kja­er­nested og Banda­ríkja­manns­ins Br­andons Char­les Rose en þeir stofn­uðu fyr­ir­ta­ek­ið sumar­ið 2002 ásamt Sím­oni Kja­er­nested.

Hagn­að­ur Atlantsol­íu dróst sam­an um 56 pró­sent á milli ára og nam 90 millj­ón­um 2017. Tekj­urn­ar dróg­ust sam­an um tíu pró­sent á milli ára og námu 4,2 millj­örð­um króna í fyrra. Arð­semi eig­in­fjár var 10 pró­sent á ár­inu og eig­ið fé var 931 millj­ón króna. Eig­in­fjár­hlut­fall­ið var 24 pró­sent við árs­lok. – hvj

Guð­rún Ragna Garð­ars­dótt­ir, fram­kvaemda­stjóri Atlantsol­íu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.