Gagn­rýni Banka­sýsl­unn­ar hafði áhrif

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn -

Ítrek­að­ar at­huga­semd­ir Banka­sýslu rík­is­ins við nokk­ur mál sem við­komu starf­semi Ari­on banka, þar á með­al sölu á hlut bank­ans í Bakka­vör og áform hans um að greiða bréf í Valitor út í arð til hlut­hafa, áttu þátt í því að Kaupskil ákváðu að nýta sér kauprétt að 13 pró­senta hlut rík­is­ins í bank­an­um. Þetta herma heim­ild­ir Mark­að­ar­ins.

Í kjöl­far kaup­anna hvarf rík­ið úr hlut­hafa­hópi bank­ans.

Fram kem­ur í minn­is­blaði sem Banka­sýsl­an skrif­aði fjár­mála­ráð­herra um miðj­an fe­brú­ar síð­ast­lið­inn, áð­ur en Kaupskil ákváðu að nýta rétt­inn, að and­staða stofn­un­ar­inn­ar við hug­mynd­ir meiri­hluta hlut­hafa Ari­on banka um að greiða bréf í Valitor sem arð sé einn af þeim þátt­um sem ráði því hvort Kaupskil nýti rétt­inn. Erfitt sé fyr­ir hlut­haf­ana að grípa til arð­greiðsl­unn­ar á með­an rík­ið sé enn hlut­hafi með neit­un­ar­vald.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.