Neyð­arkall frá Spáni til skoð­un­ar í ráðu­neyt­inu

Sunna El­vira Þor­kels­dótt­ir hef­ur ósk­að eft­ir því að ís­lenska rík­ið ábyrg­ist hana gagn­vart spa­ensk­um yf­ir­völd­um. Ut­an­rík­is­þjón­ust­an seg­ist leita allra leiða til að greiða úr mál­um fyr­ir Sunnu sem ligg­ur slös­uð á Spáni og er mein­uð för heim.

Fréttablaðið - - FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR - Ad­al­heidur@fretta­bla­did.is

FÓLK „Við er­um að leita allra leiða og skoða hvort haegt sé að greiða fyr­ir því að hún fái betri umönn­un og að hún fái vega­bréf­ið sitt,“seg­ir Urð­ur Gunn­ars­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi ut­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, um hjálp­ar­beiðni Sunnu El­viru Þor­kels­dótt­ur til ís­lenskra stjórn­valda.

Í ít­ar­legu við­tali við Sunnu, á vef Frétta­blaðs­ins, fretta­bla­did.is, í gaer­kvöld, kom fram að hjálp­ar­beiðni henn­ar hef­ur leg­ið á borði ís­lenskra stjórn­valda frá því í síð­ustu viku. Lög­mað­ur Sunnu vill freista þess að fá far­banni aflétt gegn því að ís­lensk stjórn­völd gangi í ábyrgð fyr­ir hana.

„Við er­um bú­in að leggja fram er­indi til ís­lenska rík­is­ins þess efn­is að ég fái að fara fara heim á þess­ari und­an­þágu en þeir ábyrg­ist að ég verði til taks vilji spa­enska lög­regl­an yf­ir­heyra mig frek­ar eða er með ein­hverj­ar frek­ari spurn­ing­ar,“seg­ir Sunna. Beiðn­in hafi ver­ið send ut­an­rík­is­ráð­herra og dóms­mála­ráð­herra og sendi­herra Ís­lands fyr­ir Spán.

„Þetta var gert í síð­ustu viku og ég bjóst við að það yrði bara und­ir­rit­að strax því ég er ekki að fara að flýja neitt sko,“seg­ir Sunna.

Að­spurð seg­ist Sunna ekki hafa feng­ið nein­ar skýr­ing­ar á því af hverju ráðu­neyt­ið hef­ur dreg­ið lapp­irn­ar í þessu. „Og ég er satt að segja bara von­svik­in. Því fyr­ir mér lít­ur þetta út sem mín eina von eins og er til að kom­ast heim sé að rík­ið að­stoði mig í þessu.“

At­burð­ir und­an­far­inna vikna hafa feng­ið mjög á Sunnu, ekki bara lík­am­lega, en hún hef­ur enga til­finn­ingu í neðri hluta lík­am­ans og er löm­uð fyr­ir neð­an brjóst, held­ur hafa at­burð­irn­ir haft mik­il áhrif á hana and­lega, enda hvert áfall­ið rek­ið ann­að.

Sunna seg­ist enga áfalla­hjálp hafa feng­ið; hvorki sálfra­eði­að­stoð né aðra and­lega hjálp og lýs­ir í við­tal­inu þeg­ar hún fékk tauga­áfall á spít­al­an­um á mánu­dag.

Eig­in­mað­ur Sunnu El­viru sit­ur í gaeslu­varð­haldi grun­að­ur um að­ild að fíkni­efnainn­flutn­ingi. Að­spurð seg­ir Sunna erfitt að vita af hon­um í varð­haldi og fá eng­in svör. „Mig vant­ar svo að fá svör, hvað gekk eig­in­lega á, hvað var í gangi? Og hvað er hann bú­inn að koma mér í?“

MYND/UNNUR BIRGISDÓTTIR

Sunna er enn löm­uð fyr­ir neð­an brjóst­kassa og hef­ur enga til­finn­ingu í fót­um.

Rönt­gen­mynd af hrygg Sunnu El­viru.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.