Sí­brota­mað­ur rauf skil­orð

Fréttablaðið - - FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR - – jóe

DÓMSMÁL Lands­rétt­ur hef­ur stað­fest úr­skurð hér­aðs­dóms um að Þorkell Diego Jóns­son skuli afplána eft­ir­stöðv­ar 220 daga fang­els­is­refs­ing­ar. Þor­keli var veitt reynslu­lausn í ág­úst í fyrra en hann ligg­ur und­ir sterk­um grun um að hafa fram­ið ým­is brot á tveggja ára reynslu­tíma sín­um.

Þorkell hlaut sex­tán mán­aða dóm í júní 2016 og sex mán­aða dóm í fe­brú­ar 2017 fyr­ir ým­is þjófn­að­ar­og fíkni­efna­brot. Eft­ir að hon­um var veitt reynslu­lausn ligg­ur hann und­ir grun um að hafa fram­ið þjófn­að, lík­ams­árás og fíkni­efna­brot.

Lög­mað­ur manns­ins kaerði úr­skurð hér­aðs­dóms til Lands­rétt­ar þar sem dóm­ari máls­ins hafði af­hent hon­um úr­skurð í því strax að mál­flutn­ingi lokn­um. Lands­rétt­ur taldi ekk­ert í þing­bók benda til þess að dóm­ari hefði ekki hlýtt á rök­semd­ir að­ila áð­ur en hann tók end­an­lega af­stöðu til þeirra. Var úr­skurð­ur­inn því stað­fest­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.