Ný fjár­sjóðs­leit á hverju hausti

Fyr­ir­ta­ekj­um sem bjóða jökla­ferð­ir á Vatna­jökli hef­ur fjölg­að gríð­ar­lega und­an­far­in ár. „Þetta er eig­in­lega eins og að vera við Selja­lands­foss,“seg­ir einn leið­sögu­mað­ur. AEvin­týri lík­ast að leita að hell­um að hausti.

Fréttablaðið - - FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR - Jon­hakon@fretta­bla­did.is

NÁTTÚRA „Það er al­veg ótrú­lega gam­an að leita og finna þessa hella. Þetta er eins og að fara í veiði­ferð­ir eða fjár­sjóðs­leit á hverju hausti þeg­ar þarf að finna þá aft­ur eft­ir sumar­ið,“seg­ir Ein­ar Rún­ar Sig­urðs­son, ferða­þjón­ustu­fröm­uð­ur á Hofs­nesi í Öra­ef­um.

„Þeir hverfa marg­ir yf­ir sumar­ið þeg­ar jök­ull­inn bráðn­ar kannski um 100 metra. Á sama tíma er áin kannski að bra­eða aðra út­gáfu af hell­in­um inn úr jökl­in­um. Það er mjög spenn­andi að koma að hausti og sjá hvernig jökl­arn­ir koma und­an sumri,“seg­ir hann.

Ein­ar og Haukur Snorrason ljós­mynd­ari fóru sam­an í ferð í Breiða­merk­ur­jök­ul fyr­ir helgi.

„Ég kalla þetta svaeði fjár­sjóðs­eyj­una því þarna fann ég 2.000 ára gaml­an við­ar­bút þeg­ar ég fór fyrst í þessa hella,“seg­ir Ein­ar. Þarna eru tveir stór­ir hell­ar sem Ein­ar byrj­aði að fara í á síð­asta ári.

„Ég fór fyrst í þá í fyrra. Það er vatns­kerfi sem kem­ur út úr hell­un­um og nið­ur í lón­ið. Það hafa horf­ið 100 metr­ar af hell­un­um sem ég komst inn í í fyrra. Þetta eru svo mikl­ar breyt­ing­ar ár frá ári,“seg­ir hann.

Ein­ar Rún­ar hef­ur boð­ið upp á ís­hella­ferð­ir fyr­ir ferða­menn í rúm 20 ár. „Ég er sá fyrsti til að bjóða þess­ar ís­hella­ferð­ir hér á Suð­aust­ur­landi. Ég byrj­aði ár­ið 1996, en nú eru orð­in eitt­hvað í kring­um 20 fyr­ir­ta­eki.“

Hann seg­ir að sums stað­ar sé svo mik­ið af ferða­mönn­um að þeir séu naest­um öxl við öxl. „Þetta er eig­in­lega eins og að vera við Selja­lands­foss að vera í þess­um ís­hell­um.“

Ein­ar seg­ir að það þurfi að ganga um þrjá kíló­metra til að kom­ast í fjár­sjóðs­hell­ana. „Í fyrra var ég sá eini sem fór þang­að en í haust voru það fjór­ir til fimm hóp­ar og núna

Ég kalla þetta svaeði fjár­sjóðs­eyj­una. Ein­ar Rún­ar Sig­urðs­son, ferða­þjón­ustu­fröm­uð­ur á Hofs­nesi

eft­ir ára­mót eru þetta svona níu hóp­ar. Þannig að á öðru ári er þess­ir hell­ar orðn­ir svo­lít­ið erf­ið­ir að fara í með ljós­mynd­ara,“seg­ir hann.

Ein­ar seg­ir þeim sem bjóða hella­ferð­ir hafa fjölg­að gríð­ar­lega und­an­far­ið. Nú séu það um 20 fyr­ir­ta­eki.

„Ég er reynd­ar mjög hlynnt­ur því að heima­menn hafi eitt­hvað að gera í þessu, en svo eru stór fyr­ir­ta­eki úr Reykja­vík með 20 til 30 brott­far­ir á dag,“seg­ir Ein­ar. Að vísu sé þó ým­is­legt sem bendi til þess að gull­grafara­aeð­ið sé að taka enda.

MYND/HAUKUR SNORRI

Tvenn ís­göng fund­ust í Breiða­merk­ur­jökli í fyrra. Menn­irn­ir tveir á mynd­inni eru stadd­ir í öðr­um þeirra og virka agn­arsmá­ir í stór­brot­inni nátt­úru. Fleiri mynd­ir má sjá á nýj­um vef Frétta­blaðs­ins, fretta­bla­did.is.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.