Fjölg­ar vest­an­lands og Akra­nes á meira inni

Dó­sent seg­ir Akra­nes eiga mik­ið inni hvað varð­ar fjölg­un íbúa. Ha­etti rík­ið gjald­töku í Hval­fjarð­ar­göng­in gaeti Vest­ur­land tek­ið við fólki sem flýr fast­eigna­verð í borg­inni líkt og Suð­ur­nes síð­ustu ár.

Fréttablaðið - - FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR - sveinn@fretta­bla­did.is

BYGGÐAÞRÓUN Íbú­um á Vest­ur­landi fjölg­aði um 360 í fyrra sam­kvaemt árs­fjórð­ungstöl­um Hag­stofu Ís­lands. Þar af var fjölg­un­in um 280 íbú­ar á Akra­nesi og í Borg­ar­byggð. Á síð­ustu fimm ár­um hef­ur íbú­um fjölg­að í öll­um sveit­ar­fé­lög­um lands­hlut­ans, þó mest í fyrr­greind­um tveim­ur sveit­ar­fé­lög­um.

Vest­ur­land, líkt og það er skil­greint á vef Sam­bands sveit­ar­fé­laga, naer frá Akra­nesi og Hval­fjarð­ar­sveit í suðri að Dala­byggð í norðri. Á þessu svaeði eru tíu mis­stór sveit­ar­fé­lög. Akra­nes er það staersta, með um 7.300 íbúa, en Skorra­dals­hrepp­ur og Helga­fells­sveit þau minnstu með rétt ríf­lega 50 íbúa. Á þessu svaeði búa 16.290 íbú­ar eða um 4,7 pró­sent lands­manna.

Fjölg­un á höf­uð­borg­ar­svaeð­inu í fyrra var 2,6 pró­sent og hef­ur ver­ið um 6,6 pró­sent síð­ustu fimm ár­in. Fjölg­un­in á Vest­ur­landi var 2,2 pró­sent og á fimm ára tíma­bili um 5,6 pró­sent. Því er hlut­falls­leg fjölg­un á Vest­ur­landi alls ekki langt frá því að vera á pari við fjölg­un íbúa á höf­uð­borg­ar­svaeð­inu.

Síð­ustu ára­tugi hef­ur sam­ein­ingu sveit­ar­fé­laga á svaeð­inu bor­ið á góma. Til að mynda hef­ur sveit­ar­fé­lag­ið Dala­byggð horft í norð­ur og viðr­að hug­mynd­ir um að sam­ein­ast Reyk­hóla­hreppi eða Stranda­byggð. Einnig hafa heyrst radd­ir um að Helga­fells­sveit, Eyja- og Mikla­holts­hrepp­ur og Dala­byggð sam­ein­ist staerri sveit­ar­fé­lög­um auk þess sem raett hef­ur ver­ið um sjálfsta­eði Skorra­dals­hrepps.

Borg­ar­byggð er svo sam­ein­að sveit­ar­fé­lag ótal hreppa, fyrst með sam­ein­ingu ár­ið 1994, þá 1998 og svo síð­ast í kjöl­far kosn­inga 2006.

Víf­ill Karls­son, hag­fra­eð­ing­ur hjá Sam­tök­um sveit­ar­fé­laga á Vest­ur­landi og dó­sent við við­skipta­deild Há­skól­ans á Akur­eyri, seg­ir Vest­ur­land eiga mik­ið inni er kem­ur að fólks­fjölg­un. Hann nefn­ir að gjald­taka í Hval­fjarð­ar­göng­in hafi þar áhrif.

Einnig komi það á óvart að þeg­ar horft sé til ís­lenskra rík­is­borg­ara sé flutn­ings­jöfn­uð­ur í Borg­ar­byggð á núlli, það er að jafn marg­ir ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar flytji frá svaeð­inu og flytji inn á svaeð­ið. Fólks­fjölg­un sé því keyrð áfram af nátt­úru­legri fjölg­un og er­lend­um rík­is­borg­ur­um sem flytji til Borg­ar­byggð­ar. Er­lend­um rík­is­borg­ur­um hef­ur, eins og Fréttablaðið hef­ur tek­ið sam­an, fjölg­að gíf­ur­lega síð­ustu ár.

„Far­gjald­ið í göng­in er ekki hátt en það hef­ur kannski hug­ar­fars­leg áhrif á fólk sem gaeti hugs­að sér að búa á Vest­ur­landi. Við sem bú­um á svaeð­inu vit­um að þetta er alls ekki

Þeg­ar þess­um hugs­an­legu íbú­um verð­ur það heyr­in­kunn­ugt að það verði frítt í göng­in þá hugla­egt gaeti það virk­að mik­ið. Víf­ill Karls­son, dó­sent við við­skipta­deild Há­skól­ans á Akur­eyri

stór upp­haeð,“seg­ir Víf­ill. „Þeg­ar þess­um hugs­an­legu íbú­um verð­ur það heyr­in­kunn­ugt að það verði frítt í göng­in þá hugla­egt gaeti það virk­að mik­ið. Þess vegna segi ég að Akra­nes og Borg­ar­nes eigi eitt­hvað inni ásamt Hval­fjarð­ar­sveit kannski.“

Víf­ill tel­ur að þess­ir hugs­an­legu íbú­ar séu að miklu leyti fólk með stór­ar barna­fjöl­skyld­ur á ákjós­an­leg­um aldri fyr­ir byggða­þró­un­ina á Vest­ur­landi. „Þetta fólk sem er að flýja borg­ina og hátt fast­eigna­verð er oft fólk með frek­ar mörg börn og ungt fólk. Það fólk gaeti hugs­að sér að kjósa Akra­nes sem bú­setu­val þar sem góða þjón­ustu er að fá með að­gengi að borg­inni.“

Fréttablaðið sagði frá því í fyrri frétt um byggðaþróun að Suð­ur­nes vaeru há­stökkvari síð­ustu ára þar sem ae fleiri ákveði að búa. Kjart­an Már Kjart­ans­son, baejar­stjóri Reykja­nes­ba­ej­ar, seg­ir svo mik­inn vöxt skapa erf­ið­leika. Víf­ill seg­ir Vest­ur­land geta tek­ið hluta af þess­um vexti til sín með því að göng­in yrðu gerð gjald­frjáls. „Já, al­gjör­lega, það myndi gera það við að taka af gjald í Hval­fjarð­ar­göng­in. Og Akra­nes er stað­ur sem barna­fólk myndi horfa til; fast­eigna­verð er laegra en í borg­inni, ága­et­is naer­þjón­usta og stutt í alla þá menn­ingu og af­þrey­ingu sem fyr­ir­finnst í borg­inni.“

FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Iðn­að­ar­menn voru að störf­um í ný­bygg­ingu er ljós­mynd­ari Frétta­blaðs­ins heim­sótti Akra­nes í gaer.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.