Umskurð­ur drengja

Fréttablaðið - - MIÐVIKUDAGUR SKOÐUN - Hjört­ur Magni Jó­hanns­son Frí­kirkjuprest­ur

Laga­frum­varp um bann við umskurði drengja, að við­ur­lögðu 6 ára fang­elsi, er veru­lega van­hugs­að og skað­legt. Hér á landi er sem bet­ur fer í gildi laga­legt bann frá 2005 við lim­lest­ing­um á kyn­fa­er­um kvenna. Svo­kall­að­ur umskurð­ur mey­barna er grimmdarað­gerð og á raet­ur í drottn­un­ar­hyggju feðra­veld­is­ins. Hann veld­ur óaft­ur­kra­ef­um skaða og mik­illi skerð­ingu lífs­ga­eða, heft­ingu, nið­ur­la­eg­ingu og und­irok­un kon­unn­ar.

Eðl­is­mun­ur er á of­an­greindu og umskurði drengja sem hef­ur við­geng­ist í um 5000 ár. Það að líkja þessu tvennu sam­an lýs­ir ann­að­hvort veru­legri van­þekk­ingu eða ann­ar­leg­um ásetn­ingi.

Umskurð­ur svein­barna er einn út­breidd­asti menn­ing­ar/trú­arsið­ur sem fyr­ir­finnst í mann­leg­um sam­fé­lög­um. Al­mennt er tal­ið að rúm­ur þriðj­ung­ur karla í heim­in­um sé umskor­inn. Ásta­eð­ur eru gjarn­an sam­bland af menn­ing­ar/trú­ar­arfi, hrein­la­et­is­ásta­eð­um, sam­kennd, jákvaeðri sjálfs­mynd og heiðri. Umskurð­ur drengja er al­geng­ast­ur í Mið-Aust­ur­lönd­um en stór hluti t.d. Banda­ríkja­manna er einnig umskor­inn. Umskurð­ur drengja er hvergi bann­að­ur í heim­in­um frek­ar en ung­barna­skírn okk­ar krist­inna, né stang­ast fram­kvaemd­in á við nokk­ur mann­rétt­indi.

Hryll­ings­mynd bú­in til

Í laga­frum­varp­inu er þetta tvennt lagt að jöfnu. Þar er dreg­in upp hryll­ings­mynd, tal­að um lim­lest­ingu og lík­ams­árás. Það sem tug­ir millj­óna upp­lýstra Vest­ur­landa­búa telja mikla bless­un og sa­emd fyr­ir sig og syni sína er gert að grimmd­argla­ep sem ber að refsa fyr­ir. Þar er vitn­að í ein­hliða laekn­is­fra­eði­leg­ar upp­lýs­ing­ar og reynt að láta líta svo út að sið­ur­inn stang­ist á við sam­þykkt­ir Sa­mein­uðu þjóð­anna sem hann ger­ir þó ekki. Í grein­ar­gerð virð­ist geng­ið út frá því að alltaf þeg­ar umskurð­ur drengja er fram­kvaemd­ur þá sé það við lífs­haettu­leg skil­yrði, við þving­un og mikla kvöl. Það er alrangt.

Umskurði drengja er ekki aetl­að að meiða, nið­ur­la­egja eða skerða lífs­ga­eði með nokkr­um ha­etti, held­ur hið gagnsta­eða. Í jafn karl­miðla­eg­um feðra­veld­is menn­ing­ar­sam­fé­lög­um sem múslima og gyð­ing­legra sam­fé­laga, þá er í raun fá­rán­legt að halda því fram að til­gang­ur umskurð­ar svein­barna sé til nið­ur­la­eg­ing­ar eða til tak­mörk­un­ar drengja til að njóta kyn­lífs síð­ar. Þetta varð­ar sjálfs­mynd, menn­ingu/trú, aeva­forna siði, heið­ur og hrein­la­eti.

Mat laekna

Til eru laekn­is­fra­eði­leg­ar rann­sókn­ir sem maela með umskurði drengja, hann er m.a. tal­inn stuðla að auknu hrein­la­eti. Eins er haegt að finna laekn­is­fra­eði­leg­ar kann­an­ir sem vara við hon­um, því það eru ein­fald­lega ekki krefj­andi laekn­is­fra­eði­leg­ar ásta­eð­ur fyr­ir hendi. Víst er að mál­ið er við­kvaemt og langt frá því að vera jafn ein­falt og lesa má úr grein­ar­gerð frum­varps­ins.

Trú­ar- og menn­ing­ar­hefð­ir

Hvergi í Bi­blí­unni, Talmúd trú­ar­rit­um gyð­inga, né í Kór­an­in­um er vís­að til svo­kall­aðr­ar umsk­urn­ar mey­barna. En þó hef­ur sá skað­legi sið­ur gert vart við sig í múslimsk­um ríkj­um þar sem slík­ar hefð­ir voru þeg­ar til stað­ar fyr­ir daga Íslams.

En víða er fjall­að um umskurð drengja. Í gyð­ing­dómi hef­ur umskurð­ur drengja á átt­unda degi mik­ið trú­ar­legt og jákvaett vaegi. Sjálf­ur Jesús var umskor­inn en þó hef­ur sið­ur­inn haft lít­ið vaegi í krist­in­dómi og er því flest­um Ís­lend­ing­um mjög fram­andi.

Hvers vegna?

Hver er ásta­eða þess að setja ís­lenska refsi­lög­gjöf um sið sem er okk­ur svo fram­andi og fjar­la­eg­ur en lík­leg­ast þriðj­ungi mann­kyns af­ar helg­ur og kaer?

Með frum­varp­inu er­um við að senda út þau boð að Ís­land, með allt sitt sið­ferði á hreinu, aetli að hafa vit fyr­ir og sið­ba­eta þús­unda ára hefð­ir gyð­ing­dóms og Íslam sem og annarra hundraða millj­óna manna. En það sem heim­ur­inn mun skynja og heyra, hróp­lega: „Við vilj­um ekki hing­að til lands­ins þá sem stunda þenn­an sið.“

Mann­úð

Vaeri ekki mann­úð­legra í upp­lýstu sam­fé­lagi að laera að virða menn­ing­ar­leg­an fjöl­breyti­leika og efla þrosk­aða umra­eðu við þá sem eru okk­ur fram­andi? Að sleppa faelandi refsilaga­setn­ingu en bjóða frek­ar upp á bestu heil­brigðis­að­sta­eð­ur sem völ er á, til að fram­kvaema umskurð hjá þeim hóp­um sem þess óska af menn­ing­ar­leg­um og trú­ar­leg­um ásta­eð­um.

Umskurði drengja er ekki aetl­að að meiða, nið­ur­la­egja eða skerða lífs­ga­eði með nokkr­um ha­etti, held­ur hið gagnsta­eða.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.