Ein­stakt taekifa­eri í menn­ing­ar­mál­um

Fréttablaðið - - MIÐVIKUDAGUR SKOÐUN - Björn B. Björns­son kvik­mynda­gerð­ar­mað­ur

Menn­ing­ar­mál eru einn minnsti mála­flokk­ur­inn í ís­lenska stjórn­kerf­inu og sá sem við verj­um hvað minnst­um fjár­mun­um til. Þó eru all­ir sam­mála um að skap­andi grein­ar verði að vera ein af gild­ustu stoð­um hagsa­eld­ar á Íslandi fram­tíð­ar­inn­ar.

Lít­ið er samt gert til að leggja drög að þess­ari fram­tíð þó gaml­ir les­end­ur Litlu gulu haen­unn­ar eigi að vita að til þess að upp­skera sé nauð­syn­legt að sá.

Um þess­ar mund­ir eru uppi að­sta­eð­ur sem skapa taekifa­eri til að marg­falda upp­skeru okk­ar á menn­ing­ar­svið­inu svo að fram­leiðsla og út­flutn­ing­ur menn­ing­ar­af­urða verði um­tals­verð staerð í hag­kerf­inu.

Þess­ar að­sta­eð­ur eru þa­er breyt­ing­ar sem hafa orð­ið í dreif­ingu sjón­varps­efn­is með nýj­um efn­isveit­um og miklu betra að­gengi fólks að slík­um af­urð­um í gegn­um síma og tölv­ur. Þessi þró­un hef­ur leitt til spreng­ing­ar í eft­ir­spurn eft­ir efni, ekki síst því sem við köll­um leik­ið sjón­varps­efni.

Þessi aukna eft­ir­spurn hef­ur m.a. beinst að norra­enu sjón­varps­efni vegna þess að þar hef­ur ver­ið fram­leitt vand­að sjón­varps­efni um ára­bil. Ís­lenskt efni er þar eng­in und­an­tekn­ing enda hafa ís­lensk­ar kvik­mynd­ir og sjón­varps­þa­ett­ir ver­ið sýnd um víða ver­öld á und­an­förn­um miss­er­um við góð­an orðstír.

Á er­lend­um mörk­uð­um er eft­ir­spurn­in mik­il. Við gaet­um selt miklu meira af leiknu sjón­varps­efni á ís­lensku til er­lendra efn­isveitna en við ger­um núna.

Á inn­lenda mark­aðn­um er stað­an sú að þrjár staerstu sjón­varps­stöðv­arn­ar vilja hver um sig kaupa a.m.k. tvaer leikn­ar sjón­varps­þáttarað­ir á hverju ári eða sex sam­tals. Við get­um hins veg­ar að­eins fram­leitt tvaer á ári.

Flösku­háls­inn er að sá hluti Kvik­mynda­sjóðs sem aetl­að­ur er leiknu sjón­varps­efni er svo grát­lega lít­ill. En án stuðn­ings frá kvik­mynda­sjóði heima­lands er eðli­lega mjög erfitt að fjár­magna fram­leiðslu á kvik­mynda­efni. Fram­lag Kvik­mynda­sjóðs er þó að jafn­aði að­eins um 10-15% af fram­leiðslu­kostn­aði leik­ins sjón­varps­efn­is á Íslandi.

Góðu frétt­irn­ar eru þa­er að þeir skatt­pen­ing­ar, sem sett­ir eru í þessa fram­leiðslu í gegn­um Kvik­mynda­sjóð og end­ur­greiðslu­kerf­ið, ávaxt­ast og skila sér til baka svo rík­ið gra­eð­ir á öllu sam­an eins og fjöl­marg­ar út­tekt­ir og skýrsl­ur hafa sýnt. Út­gjöld­in eru því í raun eng­in.

Meg­in­kost­ur­inn við leik­ið ís­lenskt efni er auð­vit­að sá að þetta eru ís­lensk­ar sög­ur sagð­ar á ís­lensku og stór­auk­in fram­leiðsla á slíku efni er ör­ugg­lega eitt það besta sem við get­um gert til að verja og styrkja ís­lensk­una í stafra­en­um heimi nú­tím­ans.

Ann­ar kost­ur við slíka fram­leiðslu er að hún styrk­ir flest­ar stoð­ir lista og skap­andi greina. Fram­leiðsl­an skap­ar ekki ein­göngu störf fyr­ir kvik­mynda­gerð­ar­menn held­ur einnig tón­list­ar­menn, leik­ara, rit­höf­unda, hönn­uði af ýms­um toga og taekni­fólk í mynd- og hljóð­vinnslu. Allt eru þetta störf sem ungt fólk hef­ur mik­inn áhuga á.

Þau taekifa­eri sem nú eru á þess­um mark­aði bíða ekki eft­ir okk­ur. Við verð­um að grípa þau eða sitja eft­ir. Ta­ekifa­er­ið til að koma hér upp var­an­legri fram­leiðslu ís­lenskra menn­ing­ar­af­urða sem selj­ast um all­an heim er núna.

Við höf­um fólk með haefi­leika og þekk­ingu til verks­ins en það sem vant­ar eru stjórn­mála­menn sem hafa áhuga og nennu til að setja sig inn í mál­ið – og fram­sýni og kjark til að vera í far­ar­broddi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.