Millj­arð­ur vegna leigu á íþrótta­mann­virkj­um

Kópa­vog­ur rukk­ar íþrótta­fé­lög­in í baen­um um leigu á mann­virkj­um. HK greið­ir haestu leigu eða 459 milljón­ir en formað­ur­inn seg­ir að þetta komi ekki inn í starf fé­lags­ins. Pen­ing­un­um sé vel var­ið og trú­lega þess vegna sem ungt fólk flyt­ur í ba­einn.

Fréttablaðið - - SPORT - bene­dikt­boas@365.is

Íþrótta­fé­lög­um í Kópa­vogi verð­ur von bráð­ar send­ur reikn­ing­ur vegna leigu af íþrótta­mann­virkj­um baej­ar­ins fyr­ir ár­ið 2017. Er heild­ar­reikn­ing­ur­inn rétt yf­ir millj­arði króna. Það er á grund­velli reglna íþrótta­ráðs Kópa­vogs um af­not af íþrótta­mann­virkj­um frá 2015 sem þetta er gert. Á móti reikn­aðri leigu kem­ur síð­an styrk­ur frá íþrótta­ráði að sömu fjár­haeð til við­kom­andi íþrótta­fé­lags, sem skal faera sem styrk á móti reikn­aðri leigu í árs­reikn­ing­um fé­lag­anna.

„Þetta er í raun bók­halds­leg að­gerð hjá baen­um og hef­ur eng­in áhrif á rekst­ur­inn,“seg­ir Sig­ur­jón Sig­urðs­son, formað­ur HK, en fé­lag­ið er rukk­að um haestu upp­haeð­ina, um 460 milljón­ir króna, og faer því haesta styrk­inn á móti. Breiða­blik faer silfr­ið og er rukk­að um 412 milljón­ir. Golf­klúbbur­inn GKG faer 5,5 milljón­ir í rukk­un og styrk en golf­klúbbur­inn nýt­ur góðs af því að sa­ekja styrki til baeði Kópa­vogs og Garða­ba­ej­ar. Í baejar­ráði Garða­ba­ej­ar í gaer var sam­þykkt að fella nið­ur sjö og hálfr­ar millj­ón króna fast­eigna­gjöld.

Sig­ur­jón seg­ir að þess­um pen­ing­um sé ekki illa var­ið enda sé íþrótt­astarf í Kópa­vogi blóm­legt. „Eig­um við ekki að segja að íþrótt­a­starf­ið sé eitt af því sem laði skatt­greið­end­ur að Kópa­vogi. Trú­lega þess vegna sem flest allt ungt fólk er að flytja í Kópa­vog. Hér eru góð­ir skól­ar, frá­ba­ert íþrótt­astarf og ým­is­legt fleira. Börn geta geng­ið í íþrótt­a­starf­ið og það er metn­að­ur í baen­um að gera vel. Þess­ar töl­ur eru bók­halds­lega rétt­ar en þetta seg­ir ekk­ert um hve mik­ið af styrkj­um við fá­um í okk­ar af­reks­starf til daem­is.“

Sig­ur­jón seg­ist í skýj­un­um með að­stöð­una sem HK hef­ur í Kórn­um og bend­ir á að nýtt gervi­gras sem lagt var á völl­inn hafi kom­ið vel út. „Þetta er geggj­uð að­staða. Þetta er ekki eins og í gamla daga þar sem aeft var á möl og allt var fros­ið. Það er ein­hver ásta­eða fyr­ir þess­ari vel­gengni fót­bolt­ans,“seg­ir hann kampa­kát­ur.

Eig­um við ekki að segja að íþrótt­a­starf­ið sé eitt af því sem laði skatt­greið­end­ur að Kópa­vogi. Trú­lega þess vegna sem flest allt ungt fólk er að flytja í Kópa­vog. Hér eru góð­ir skól­ar, frá­ba­ert íþrótt­astarf og ým­is­legt fleira. Börn geta geng­ið í íþrótt­a­starf­ið og það er metn­að­ur í baen­um að gera vel. Sig­ur­jón Sig­urðs­son, formað­ur HK

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.