Ís­lensk hönn­un til­nefnd til verð­launa í Nor­egi

Sund­laug­in Hol­men í Asker í Nor­egi hef­ur ver­ið til­nefnd sem bygg­ing árs­ins 2017 af sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins í Nor­egi (NHO). Sund­laug­in er hönn­uð af Arkís arki­tekt­um og Verkís. Verkís er heild­ar­ráð­gjafi verk­efn­is­ins en Arkís arki­tekt­ar hafa séð um alla hönn

Fréttablaðið - - TÍMAMÓT - Bene­dikt­boas@fretta­bla­did.is

Sund­laug­in Hol­men í Asker er til­nefnd sem bygg­ing árs­ins í Nor­egi og er eitt af fimm verk­efn­um sem hlutu til­nefn­ing­una í ár. Til­kynnt verð­ur um sig­ur­veg­ar­ann þann 14. mars í tengsl­um við há­tíð­ina Byg­geda­gene í Ósló.

Sund­laug­in var opn­uð síð­ast­lið­ið sum­ar og hef­ur vak­ið mikla at­hygli. Mik­ill metn­að­ur var lagð­ur í verk­efn­ið af hálfu sveit­ar­fé­lags­ins Asker sem lagði með­al ann­ars til eina af eft­ir­sókn­ar­verð­ustu lóð­un­um við strand­lengj­una og nýt­ur sund­laug­in nála­egð­ar við Óslóar­fjörð­inn.

Hönn­un húss­ins upp­fyll­ir all­ar kröf­ur sem gerð­ar voru í upp­hafi. Til daem­is er haegt að ganga út á þak húss­ins sem er grasi vax­ið og hall­ar mót suðri og fang­ar fal­legt út­sýn­ið yf­ir fjörð­inn. Auk arki­tekta­hönn­un­ar sá Arkís um lands­lags­hönn­un og hafði um­sjón með lög­gilt­um bygg­ing­ar­leyf­um. Hús­ið hef­ur þeg­ar hlot­ið mik­ið lof og um­tal í Nor­egi fyr­ir fal­lega hönn­un.

Verk­fra­eði­stof­an Verkís ann­að­ist verk­efna­stjórn, gerð kostn­að­ar­áa­etl­ana og hönn­un allra verk­fra­eði­legra þátta.

Sund­laug­in er ein orku­hag­kvaemasta sund­höll Nor­egs. Hátt í helm­ingi af ork­unni sem not­uð er er afl­að á lóð henn­ar. Not­að­ar eru varma­da­el­ur sem sa­ekja orku úr bor­hol­um á lóð­inni, sólarraf­hlöð­ur og sólfang­ar­ar.

Sund­laug­in var val­in eitt af svo­köll­uð­um fimm­tíu fyr­ir­mynd­ar­verk­efn­um Fut­ur­eBuilt í Nor­egi. Verk­efn­in eiga að minnka los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda um 50 pró­sent þeg­ar kem­ur að um­ferð, orku- og efn­is­notk­un.

MYND/GEIR ANDERS RYBAKKEN ØRSLIEN

Þak­ið hef­ur vak­ið verð­skuld­aða at­hygli en haegt er að ganga upp á það og njóta stór­kost­legs út­sýn­is.

MYND/TOVE LAULUTEN

Hér sjást krakk­arn­ir aefa sund­tök­in inni í sund­höll­inni.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.