Tón­leika­út­gáfa með leikra­en­um til­þrif­um

Senn kem­ur að frum­sýn­ingu The Phantom of the Opera eft­ir Andrew Lloyd Webber á sviði Eld­borg­ar í Hörpu. Hún verð­ur á laug­ar­dag­inn. Val­gerð­ur Guðna­dótt­ir fer þar með eitt af lyk­il­hlut­verk­um.

Fréttablaðið - - MENNING - Gunn­þóra Gunn­ars­dótt­ir gun@fretta­bla­did.is

Það var ansi löng aef­ing í gaerkveldi og verð­ur það líka í kvöld. Nú er loka­sprett­ur­inn haf­inn,“seg­ir Val­gerð­ur Guðna­dótt­ir söng­kona um upp­fa­erslu The Phantom of the Opera, eft­ir Andrew Lloyd Webber, í Hörpu. Frum­sýn­ing­in er 17. fe­brú­ar og að­eins þrjár sýn­ing­ar eru fyr­ir­hug­að­ar, að sögn Eiðs Arn­ar­son­ar sem stend­ur að upp­fa­ersl­unni ásamt Þor­valdi Bjarna Þor­valds­syni.

The Phantom of the Opera er stór tón­leika­sýn­ing með níu ein­söngvur­um, þrjá­tíu manna kór og tíu döns­ur­um auk 50 hljóð­fa­er­a­leik­ara úr Sin­fón­í­aNord, und­ir stjórn Þor­vald­ar Bjarna. Titil­hlut­verk­ið er í hönd­um Þórs Breið­fjörð en Val­gerð­ur fer líka með eitt af stóru hlut­verk­un­um. „Ég held að Andrew Lloyd Webber hafi hugs­að þetta upp­haf­lega sem óperu en það er skil­greint sem söng­leik­ur,“seg­ir hún þeg­ar hún er beð­in um að lýsa verk­inu. „Þó eru þarna hlut­verk sem eru hrein óperu­hlut­verk, eins og henn­ar Car­lottu sem Diddú syng­ur, það þarf þjálf­aða óperu­söng­konu til að túlka það.

Verk­ið ger­ist í óperu­húsi, eins og ráða má af titl­in­um. „Við fá­um sterka til­finn­ingu fyr­ir stað­setn­ing­unni því þar er ver­ið að flytja brot úr ímynd­uð­um óper­um. Hanni­bal er ein þeirra sem þar eru á fjöl­un­um, þar er kór og dans­ar­ar og þar er að­aldív­an Car­lotta (Diddú). Svo er þar upp­götv­uð þessi unga, haefi­leika­ríka söng­kona Christ­ine sem ég leik. Þannig að þetta stykki er tölu­vert krefj­andi fyr­ir okk­ur söngv­ar­ana.“

Fyrstu aef­ing­ar á The Phantom of the Opera voru í byrj­un janú­ar, að sögn Val­gerð­ar, og nú er að koma að aef­ing­um með hljóm­sveit­inni. „Hann Kjart­an Valdemars­son pí­anó­leik­ari hef­ur ver­ið okk­ar hljóm­sveit á öll­um aef­ing­um til þessa,“lýs­ir hún.

Val­gerð­ur tók þátt í upp­fa­erslu Ves­al­ing­anna á sín­um tíma en seg­ir vinnu í kring­um þessa sýn­ingu ívið snún­ari. „Þetta er tón­leika­út­gáfa með leikra­en­um til­þrif­um – óperu­draug­ur­inn, sem Þór Breið­fjörð túlk­ar, dreg­ur til daem­is Christ­ine með sér nið­ur í und­ir­heim­ana þar sem hann býr, þannig að það er eitt og ann­að sem ger­ir sýn­ing­una flókna.

Svo er mynd­um varp­að á vegg­ina á bak við, við er­um með leik­muni, þó ekki sé um leik­hús­upp­fa­erslu að raeða, og bún­ing­arn­ir eru geggj­að­ir.

Bún­ing­arn­ir koma frá bún­inga­leigu í Bretlandi, að sögn Val­gerð­ar. „Það er ver­ið að setja The Phantom of the Oper­an upp úti um all­an heim, alltaf, og marg­ar leig­ur sjá um að leigja bún­inga fyr­ir hann. Hann Eið­ur fann þessa, þeir voru ný­lega í notk­un á Möltu og komu bara hér í hús um síð­ustu helgi – þeir eru dá­lít­ið geggj­að­ir, get ég sagt þér. Flest­ir söngv­ar­arn­ir í sýn­ing­unni þurfa að hafa bún­inga­skipti nokkr­um sinn­um, því þeir þurfa að bregða sér í hin ýmsu hlut­verk í óper­unni og eru svo í sín­um hvers­dags­föt­um líka, en þau eru auð­vit­að ekki á pari við þau sem við kla­eð­umst dags­dag­lega, held­ur frá því um alda­mót­in 1900. Sag­an hefst 1905 en svo er far­ið aft­ur í tím­ann og at­burð­ir rifj­að­ir upp sem þá áttu sér stað, þá er­um við kom­in á 19. öld­ina. Sag­an er mögn­uð, tón­list­in flott og bún­ing­arn­ir mik­ið fyr­ir aug­að.“

FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

Val­gerð­ur með einn af glaesikjól­un­um sem hún skart­ar í sýn­ing­unni

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.