Lög­reglu­rann­sókn­ir á vaendi í skötu­líki

Mjög fá mál eru til rann­sókn­ar hjá lög­reglu þrátt fyr­ir umra­eðu í sam­fé­lag­inu um auk­ið um­fang vaend­is. Lög­reglu­stjóri seg­ir áherslu lagða á man­sals­mál­in, vit­und­ar­vakn­ingu og sam­starf.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - Ad­al­heidur@fretta­bla­did.is

LÖGREGLUMÁL „Mað­ur myndi aetla að lög­regl­an brygð­ist við í samra­emi við til­efn­ið,“seg­ir Helgi Magnús Gunn­ars­son vara­rík­is­sak­sókn­ari og vís­ar til op­in­berr­ar um­fjöll­un­ar um auk­ið um­fang vaend­is hér á landi að und­an­förnu.

Þrátt fyr­ir mikla umra­eðu og umma­eli lög­reglu um auk­ið um­fang sýna töl­ur baeði frá rík­is­sak­sókn­ara og frá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svaeð­inu fram á mik­inn sam­drátt í rann­sókn­um hjá lög­reglu, áka­er­um og dóm­um fyr­ir vaendis­kaup á und­an­förn­um þrem­ur ár­um.

„Það hef­ur ver­ið tölu­verð umra­eða um þessi mál og baeði lög­reglu­stjóri og lög­reglu­menn að tjá sig í fjöl­miðl­um um eðli vaendis­kaupa, að þau séu um­fangs­mik­il og séu að aukast, og fyr­ir stuttu var um það raett að það vaeri auk­ið of­beldi tengt þess­um brot­um og fleira í þeim dúr. Mið­að við þess­ar töl­ur sýn­ist manni þó að það sé nú kannski ekki eins mik­ið að ger­ast í þess­um mála­flokki svona mið­að við það um­fang sem ver­ið er að lýsa í fjöl­miðl­um,“seg­ir Helgi Magnús.

„Við höf­um frek­ar lagt áherslu á man­sal­ið held­ur en vaend­ið,“seg­ir Sig­ríð­ur Björk Guð­jóns­dótt­ir, lög­reglu­stjóri á höf­uð­borg­ar­svaeð­inu.

Sig­ríð­ur Björk seg­ir einnig að mik­il áhersla hafi ver­ið lögð á að efla vit­und­ar­vakn­ingu um man­sal og vaendi, sam­starf við vinnu­mark­að­inn og upp­bygg­ingu þekk­ing­ar með­al þeirra sem starfa í mála­flokkn­um.

Þrátt fyr­ir umra­eðu og umma­eli lög­regl­unn­ar í fjöl­miðl­um um auk­ið um­fang vaend­is sýna töl­ur rík­is­sak­sókn­ara og lög­reglu að baeði rann­sókn­ir hjá lög­reglu, áka­er­ur og dóm­ar fyr­ir vaendis­kaup hafa dreg­ist veru­lega sam­an á und­an­förn­um þrem­ur ár­um.

Í svari lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svaeð­inu við fyr­ir­spurn Frétta­blaðs­ins seg­ir að rann­sókn­ir á kaup­um á vaendi hafi ver­ið unn­ar í átaks­verk­efn­um sem út­skýri topp­ana ár­in 2010 og 2013.

„Mið­að við þess­ar töl­ur sýn­ist manni þó að það sé nú kannski ekki eins mik­ið að ger­ast í þess­um mála­flokki svona mið­að við það um­fang sem ver­ið er að lýsa í fjöl­miðl­um,“ seg­ir Helgi Magnús Gunn­ars­son vara­rík­is­sak­sókn­ari.

Helgi bend­ir á að ákvaeði í lög­um um sím­hlust­un hafi ver­ið beitt er mest var áka­ert fyr­ir vaendis­kaup.

„Þá voru menn að beita hlust­un­um þar sem grun­ur var um man­sal eða milli­göngu um vaendi, með síma­hlust­un­um á síma­núm­er­um meintra vaendis­k­venna. Þannig var oft til­tölu­lega auð­velt að átta sig á hvað stóð til. Í þess­um til­vik­um um man­sal og milli­göngu um vaendi er flókn­ari sönn­un en um vaendis­kaup, þar þarf í raun­inni ekk­ert ann­að en að lýsa yf­ir vilja til að kaupa vaendi og hafa sam­band við vaend­is­konu og þá er­um við alla­vega kom­in með til­raun,“seg­ir Helgi. 2016 hafi ákvaeði um síma­hlust­un ver­ið breytt. Nú sé heim­ild til sím­hlust­un­ar vegna gruns um vaendis­kaup. Rann­sókn þess­ara mála eigi því ekki að vera flók­in.

„Við höf­um ver­ið að ein­beita okk­ur meira að man­sal­inu og þrátt fyr­ir að hafa ekki náð sak­sókn höf­um við ver­ið mjög virk í þeim og feng­ið marg­ar til­kynn­ing­ar,“seg­ir Sig­ríð­ur Björk Guð­jóns­dótt­ir, lög­reglu­stjóri á höf­uð­borg­ar­svaeð­inu, og baet­ir við: „Þannig að við höf­um hrein­lega ekki kom­ist yf­ir þessi þessi hefð­bundnu vaend­is­mál og eft­ir­lit með þeim.“

Sér­stök ein­ing hef­ur ver­ið starf­andi í rúmt ár hjá lög­regl­unni til að rann­saka man­sal og vaendi.

Sig­ríð­ur bend­ir á að and­sta­ett því sem töl­urn­ar gefi til kynna þau ár sem þa­er eru haest­ar sé í raun­inni ekki um marga selj­end­ur að raeða held­ur sé um að raeða til­tölu­lega fá mál og marga kúnna hjá sama selj­anda.

„En við er­um með eitt stórt mál í gangi núna og þar er ver­ið að yf­ir­heyra tugi kaup­enda. En þarna er­um við með við­ur­lög sem eru ekki há, mið­að við vinn­una sem fer í þetta.“

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.