Hr. Hnetu­smjöri dreift af Sony

Herra Hnetu­smjör hef­ur skrif­að und­ir dreif­ing­ar­samn­ing við Sony. Fyr­ir­ta­ek­ið mun dreifa tónlist Kópa­vogsrapp­ar­ans um Norð­ur­lönd­in. Herra Hnetu­smjör hlakk­ar til að fá frek­ari dreif­ingu um Sk­andi­nav­íu.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - Stef­ant­hor@fretta­bla­did.is

LÍFIÐ Herra Hnetu­smjör hef­ur skrif­að und­ir samn­ing við Sony og mun fyr­ir­ta­ek­ið sjá um að dreifa tónlist rapp­ar­ans um Norð­ur­lönd­in.

„Þeir eru með rosa mik­ið af sam­bönd­um og þetta ger­ir allt miklu þa­egi­legra fyr­ir mig,“seg­ir Herra Hnetu­smjör í sam­tali við Lífið.

Að­spurð­ur hvort hann bregð­ist við nýj­um samn­ingi með nýrri tónlist seg­ir hann: „Já, ég byrja að tala ógeðs­lega mik­ið um Joe and the Juice og IKEA og eitt­hvað.“

Við vor­um bún­ir að taka eft­ir spil­un á Spotify frá Nor­egi, Sví­þjóð og Dan­mörku og vor­um svona að­eins farn­ir að grúska í því hvernig við aett­um að taekla það; eig­um við að gera Face­book póst á norsku og pósta hon­um bara í Nor­egi eða hvað – svo fékk ég bara þetta boð á þenn­an fund með Sony. Það lá bein­ast við að gera þetta bara með þeim, þeir eru bún­ir að sanna sig þarna í Dan­mörku. Þannig að mér líst bara mjög vel á þetta,“seg­ir Herra Hnetu­smjör en hann skrif­aði und­ir samn­ing við Sony nú á dög­un­um. Hann er ann­ar ís­lenski lista­mað­ur­inn sem ger­ir það á stutt­um tíma en eins og Frétta­blað­ið greindi frá í byrj­un mán­að­ar skrif­aði rapp­ar­inn Aron Can und­ir sams kon­ar samn­ing við Sony. Það er því ljóst að þeir hjá Sony vilja ólm­ir dreifa vinsa­elli ís­lenskri tónlist um Norð­ur­lönd­in og mögu­lega víð­ar.

„Þeir eru með rosa mik­ið af sam­bönd­um og þetta ger­ir allt miklu þa­egi­legra fyr­ir mig. Svo á ég enn „master­ana“af lög­un­um mín­um – þannig að þetta er ekki þessi týpíski plötu­samn­ing­ur sem all­ir rapp­ar­ar eru hra­edd­ir við og þar með tal­inn ég. Þeir aetla bara að dreifa efn­inu.“

Þú seg­ir að Sk­andi­navarn­ir séu dug­leg­ir að spila tón­list­ina þína – er þetta mik­il spil­un? „Já, þetta eru al­veg hundruð og stund­um þús­und­ir spil­ana á mán­uði. Rappið er náttúrulega á þannig stað í dag að það skipt­ir ekk­ert endi­lega öllu máli hvað þú seg­ir, það er meira hvernig þú seg­ir það. Þetta sér mað­ur í Atlanta-sen­unni til daem­is – þeg­ar „mumble“rappið kom fyrst þá skildi mað­ur ekk­ert það sem Young Thug var að segja en það var samt al­veg sturl­að.“

Þannig að fra­end­ur vor­ir á Norð­ur­lönd­un­um virð­ast kunna að meta vél­byssu­fla­eði Herra Hnetu­smjörs án þess þó endi­lega að skilja hvað okk­ar flóknu ís­lensku orð þýða.

Vek­ur þessi samn­ing­ur ekki upp alls kon­ar hug­mynd­ir hjá þér? Er kom­ið eitt­hvert plan í fram­hald­inu? „Ég er náttúrulega að spila all­ar helg­ar naestu vik­urn­ar og mán­uð­ina. En ég veit það ekki, ég er alltaf að gera ein­hver lög og það verð­ur kannski plata úr því.“

Þú ferð að henda ein­hverj­um skandi­nav­ísk­um vís­un­um í text­ana þína? „Já, ég byrja að tala ógeðs­lega mik­ið um Joe and the Juice og IKEA og eitt­hvað,“seg­ir Herra Hnetu­smjör hla­ej­andi.

RAPPIÐ ER NÁTTÚRULEGA Á ÞANNIG STAÐ Í DAG AÐ ÞAÐ SKIPT­IR EKK­ERT ENDI­LEGA ÖLLU MÁLI HVAÐ ÞÚ SEG­IR, ÞAÐ ER MEIRA HVERNIG ÞÚ SEG­IR ÞAÐ.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/ERNIR

Herra Hnetu­smjör gaeti opn­að dyrn­ar fyr­ir ís­lenskt popp á Norð­ur­lönd­un­um með samn­ingn­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.