Nýj­asta nýtt í heimi rapp­ara og popp­ara er and­lit­stattú.

Ný kyn­slóð am­er­ískra popp­ara er í aukn­um maeli með húð­flúr í and­lit­inu. Fyr­ir ekki svo mörg­um ár­um voru það að­eins klíku­með­lim­ir sem fengu sér slíkt. En hlut­irn­ir virð­ast vera að breyt­ast hratt.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - Stef­ant­hor@fretta­bla­did.is

Það að láta húð­flúra sig í and­lit­ið er að­eins á faeri þeirra sem er al­veg sama um allt, enda er ekki nokk­ur leið að fela slíkt í naesta starfs­við­tali. Ma­órí­ar, frum­byggj­ar Nýja-Sjá­lands, voru á öld­um áð­ur dug­leg­ir við að skreyta sig í fram­an með húð­flúr­um, en á síð­ustu ár­um hafa það að­al­lega ver­ið klíku­með­lim­ir sem hafa lagst und­ir tattú­byss­una með það að mark­miði að fá flúr á fés­ið.

Nú eru tím­arn­ir aðr­ir. Ann­ar hver mað­ur virð­ist vera með húð­flúr ein­hvers stað­ar á lík­am­an­um í – jafn­vel mýkstu skrif­stofu­menn eru með „full sleeve“og jap­ansk­an dreka yf­ir öllu bak­inu. Það þarf ekki að leita lengi að jafn­vel virðu­leg­um banka­manni með tattú á hand­ar­bak­inu, en einu sinni var það tabú. Í takt við þess­ar breyt­ing­ar munu lík­lega ae fleiri sjást með flúr í fram­an.

6ixn­ine er svaka vinsa­ell um þess­ar mund­ir og er einnig með fullt af flúri fram­an í sér.

Gucci Ma­ne vakti at­hygli þeg­ar hann lét flúra ís á and­lit­ið á sér. Hann seg­ist hafa ver­ið á mjög dimm­um stað þeg­ar hann tók þá ákvörð­un.

Lil Peep heit­inn veigr­aði sér ekki við að láta skreyta á sér and­lit­ið.

Gucci Gang rapp­ar­inn Lil Pump er auð­vit­að vel skreytt­ur í fram­an.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.