Frétta­blað­ið opn­ar vef­mið­il

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – khn

FJÖLMIÐLAR Frétta­blað­ið hef­ur opn­að nýj­an fréttamið­il, fretta­bla­did.is. Er það lif­andi fjöl­mið­ill og gla­ený við­bót við ís­lenska fjöl­miðla­flóru. All­ar frétt­ir blaðs­ins birt­ast á vefn­um á morgn­ana og blaða­menn standa vakt­ina á vefn­um frá morgni til kvölds.

Frétta­blað­ið er mest lesna dag­blað lands­ins þar sem lögð er áhersla á áreið­an­leg­an og vand­að­an frétta­flutn­ing og lýt­ur vef­mið­ill­inn sömu rit­stjórn­ar­regl­um og mark­mið­um.

„Við er­um him­in­lif­andi með þessa nýju við­bót. Frá­ba­ert teymi hönnuða, for­rit­ara og blaða­manna hef­ur í sam­ein­ingu unn­ið að upp­setn­ingu og hönn­un vefs­ins. Frétta­blað­ið.is er af­ar vand­að­ur og að­gengi­leg­ur fjöl­mið­ill og við hlökk­um mjög til fram­halds­ins,“seg­ir Krist­ín Þor­steins­dótt­ir, rit­stjóri Frétta­blaðs­ins, og bend­ir á að margt sé fram und­an.

„Minn­ing­ar­grein­ar hafa hing­að til ekki ver­ið naegi­lega að­gengi­leg­ar les­end­um. Við mun­um því bjóða fólki að senda grein­ar inn á vef­inn, án end­ur­gjalds. Einnig höf­um við opn­að nýj­an fast­eigna­vef; fast­eign­ir. fretta­bla­did.is. Þetta er að­eins hluti nýj­unga sem boð­ið verð­ur upp á.“

Frétta­blað­ið.is er skip­að öfl­ugri og sjálfsta­eðri rit­stjórn. Sunna Kar­en Sig­ur­þórs­dótt­ir er rit­stjóri vefs­ins. Hún er ána­egð með hvernig til hef­ur tek­ist. „Rit­stjórn­in er virki­lega öfl­ug og skip­uð af­ar vönd­uð­um blaða­mönn­um. Við hlökk­um öll til kom­andi tíma,“seg­ir Sunna.

Lilja Alfreðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra opn­ar vef­inn form­lega klukk­an 11.30 í dag.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/STEFÁN

Bl­aða­mað­ur vinn­ur nýja frétt á fretta­bla­did.is.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.