Yfir­mað­ur kyn­ferð­is­brota­deild­ar tjá­ir sig ekki um fram­tíð sína

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – jhh

LÖGREGLUMÁL „Ég hef ósköp ein­föld við­brögð. Ég aetla ekki að tjá mig nokk­urn skap­að­an hlut um hana,“seg­ir Árni Þór Sig­munds­son, yfir­mað­ur kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svaeð­inu.

Nið­ur­stöð­ur skoð­un­ar lög­regl­unn­ar á því hvað gaeti hafa far­ið úr­skeið­is er dróst að hefja rann­sókn á aetl­uð­um kyn­ferð­is­brot­um karls, sem starf­aði hjá Barna­vernd Reykja­vík­ur, voru kynnt­ar í fyrra­dag.

Lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svaeð­inu hef­ur lok­ið ít­ar­legri skoðun á því hvað kunni að hafa far­ið úr­skeið­is þeg­ar dróst á lang­inn að hefja rann­sókn á aetl­uð­um kyn­ferð­is­brot­um karl­manns, sem til­kynnt var um í sum­ar­lok 2017.

Nið­ur­stað­an er með­al ann­ars að frum­grein­ing máls­ins hafi ekki ver­ið í samra­emi við al­mennt vinnu­lag. Einnig þyk­ir sýnt að stjórn­un kyn­ferð­is­brota­deild­ar hafi ekki ver­ið með naegj­an­lega mark­viss­um haetti og því verði að breyta.

Árni Þór vill ekk­ert tjá sig um það hvort hann sa­ek­ist eft­ir því að leiða deild­ina áfram. „Þetta er eitt af því sem ég aetla ekki að tjá mig um núna.“

Hall­dóra Dröfn Gunn­ars­dótt­ir, fram­kvaemda­stjóri Barna­vernd­ar Reykja­vík­ur, þakk­ar lög­reglu fyr­ir sína vinnu en vill ekki tjá sig efn­is­lega um skýrsl­una.

„Þar sem stend­ur nú yf­ir innri út­tekt á okk­ar að­komu að þessu máli held ég að okk­ar skoð­an­ir á þessu verði bara að­eins að fá að vera í hléi þang­að til það er bú­ið.“

Til­efni rann­sókn­ar­inn­ar er með­al ann­ars það að ein­stak­ling­ur til­kynnti Barna­vernd Reykja­vík­ur ný­lega að hún hefði gert Barna­vernd­inni við­vart um mann­inn ár­ið 2008.

Skrán­ing um til­kynn­ing­una finnst ekki í bók­um Barna­vernd­ar.

Ég hef ósköp ein­föld við­brögð. Ég aetla ekki að tjá mig nokk­urn skap­að­an hlut um hana. Árni Þór Sig­munds­son, yfir­mað­ur kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svaeð­inu

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.