Vilji fyr­ir baettri stöðu flótta­manna huns­að­ur

Dóms­mála- og fé­lags­mála­ráðu­neyt­ið hafa ekki enn haf­ið fýsi­leika­könn­un á því að setja á lagg­irn­ar emba­etti um­boðs­manns flótta­manna þrátt fyr­ir vilja þings­ins. Al­þingi sam­þykkti það í lok árs­ins 20016. „Óta­ekt,“seg­ir flutn­ings­mað­ur.

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - Sveinn@fretta­bla­did.is

STJÓRNSÝSLA Al­þingi sam­þykkti 13. októ­ber ár­ið 2016 þings­álykt­un­ar­til­lögu um að fela inn­an­rík­is­ráð­herra og fé­lags- og húsna­eðis­mála­ráð­herra að láta gera fýsi­leika­könn­un á stofn­un emba­ett­is um­boðs­manns flótta­manna á Íslandi. Sú könn­un hef­ur enn ekki ver­ið gerð og ekki fást við­brögð ráð­herra um hvena­er verði far­ið í þessa könn­un.

„Það gef­ur auga­leið að þetta er óta­ekt. Sam­þykkt þings­álykt­un­ar­til­laga er vilja­yf­ir­lýs­ing af hálfu Al­þing­is. Fram­kvaemd­ar­vald­ið sit­ur í um­boði þings og þar af leið­andi skyldugt að fram­kvaema vilja Al­þing­is al­veg óháð því hvaða rík­is­stjórn sit­ur á hverj­um tíma og hvaða rík­is­stjórn tek­ur við eft­ir að þings­álykt­un­ar­til­lög­ur hafa ver­ið sam­þykkt­ar,“seg­ir Ólína Kjer­úlf Þor­varð­ar­dótt­ir, flutn­ings­mað­ur til­lög­unn­ar á sín­um tíma.

Í fyrra komu sam­tals 1.100 út­lend­ing­ar hing­að til lands sem sóttu um al­þjóð­lega vernd. Lang­flest­ir frá Georgíu, eða 289, og 262 frá Alban­íu. Að auki komu um 110 ein­stak­ling­ar frá Írak hing­að til lands sem sóttu um haeli hér á landi.

„Ég tel að það sé mjög mik­ilvaegt að ráð­ast í þessa at­hug­un. Staða flótta­manna hef­ur síst batn­að frá því þessi sam­þykkt var gerð. Ít­rek­að koma upp mál sem koma mjög illa við al­menn­ing og sa­era rétt­la­etis­kennd fólk. Við þurf­um emba­etti sem hefði það eina hlut­verk að sinna hags­mun­um og rétt­ar­stöðu flótta­manna á Íslandi,“baet­ir Ólína við og minn­ir á mál drengs sem sótti um vernd hér en var varp­að í fang­elsi og beitt­ur gríð­ar­legu of­beldi þar.

„Þeg­ar þing­ið send­ir frá sér álykt­un til ráðu­neyt­is þá ber ráðu­neyti að sjálf­sögðu að fara að vilja þings­ins,“seg­ir Helga Vala Helga­dótt­ir, formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar.

„Myndi ég aetla að ráðu­neyt­ið verði þá, sé ekki geta til fram­kvaemda, að svara með rök­stuðn­ingi hvers vegna því er ekki fylgt eft­ir,“seg­ir Helga Vala.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/ERNIR

Vilji Al­þing­is frá því 2016 hef­ur ekki ver­ið fram­kvaemd­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.